Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 80
78
evsky að taka Kronstadt með her-
valdi. Verkamenn í Pétursborg
þyrptust hundruðum saman yfir ís-
inn, en flóinn milh eyjar og lands
var þá frosinn, og gengu í lið með
sjóliðunum, sem nú voru í hættu
staddir.
Tuchachevsky lagði af stað með
60.000 manna úrvalslið. Liðsafli frá
leynilögreglunni var látinn fara á
eftir liði þessu, og áttu leynilög-
reglurnennirnir að skjóta þá her-
menn, sem kynnu að veigra sér
við að ráðast á hetjur byltingar-
innar. Umsátrið hófst með sprengju-
regni, en á eftir hófst skothríð stór-
skotaliðsins. Sjóliðarnir svöruðu
með skothríð úr virkinu og frá skip-
unum. Svo sótti Rauði herinn yfir
ísinn í áttina til virkisins. ísinn lét
undan þunga liðsins á nokkrum
stöðum, og hundruð hermanna
drukknuðu, en árásin heppnaðist.
Rauði herinn gekk á land á eyj-
unni, sótti inn í bæinn og náði
hverri götunni á fætur annarri á
vald sitt.
Tuchachevsky lýsti síðar yfir því,
að á öllum sínum hermennskuferli,
bæði í stríði við önnur ríki og borg-
arastyrjöldum, hefði hann aldrei
orðið vitni að öðru eins blóðbaði og
í Kronstadt. „Það var ekki bardagi,"
sagði hann, þetta var víti. Sjóliðarn-
ir börðust sem villidýr. Ég get ekki
skilið, hvernig þeir öðluðust mátt
slíks reiðiofsa. Það varð að taka
hvert hús með áhlaupi." Þ. 17 marz
tilkynnti Tukhachevsky Trotsky, að
verkefninu væri lokið. Áætlað var,
að 18000 uppreisnarmenn hefðu
verið drepnir. Hundruð voru tekn-
ir fastir og skotnir í tilraunum til
ÚRVAL
þess að koma á „friði og ró“ að
nýju.
Fjöldadráp sjóliðanna var tákn
um slit síðustu eðlilegu tengslanna
milli sovézku stjórnarinnar og þjóð-
arinnar. Einræðisstj órnin haf ði
sigrað. Rússneska þjóðin var nú
hernumin af óvini innan frá.
STAÐTÖLULEGIR TÖFRAR.
Lenin varð nú að horfast í augu
við nýtt, alvarlegt vandamál: hung-
ur. Það gengu geysilegir þurrkar.
kommúnistar gerðu landbúnaðar-
vörur upptækar á kerfisbundinn
hátt, og hin ýmsu herlið höfðu
einnig látið greipar sópa um þau
matvæli, er til náðist. Þessar að-
farir höfðu gert leiguliðana og smá-
bændurna algerlega varnarlausa.
Hungrið breiddist út alls staðar,
ásamt taugaveiki og vaxandi stiga-
mennsku. Og hundruð þúsunda
heimilislausra barna, hinna svo-
kölluðu „bezprizorny“, eigruðu um
landið eins og villidýr.
Milljónir manna hrundu niður.
Er hungursneyðin færðist í aukana,
neyddist Lenin til þess að láta und-
an síga, hvað stjórnarstefnuna
snerti, til þess að bjarga stjórn-
inni. Samkvæmt „nýju efnahags-
stefnunni", er gekk undir heitinu
„NEP“, var einkaframtakinu komið
á laggirnar á ný á flestum sviðum,
fyTst í landbúnaði, og síðar voru
svo leyfð slík verzlunar- og iðn-
fyrirtæki í smáum stíl. Þetta und-
anhald var eingöngu af efnahagsleg-
um rótum runnið. Stjórnin hélt enn
sínu einræðistaki, hvað stjórnmál-
in snerti, og hún réð algerlega yfir
stóriðnaðinum, samgöngumálum,