Úrval - 01.02.1968, Page 80

Úrval - 01.02.1968, Page 80
78 evsky að taka Kronstadt með her- valdi. Verkamenn í Pétursborg þyrptust hundruðum saman yfir ís- inn, en flóinn milh eyjar og lands var þá frosinn, og gengu í lið með sjóliðunum, sem nú voru í hættu staddir. Tuchachevsky lagði af stað með 60.000 manna úrvalslið. Liðsafli frá leynilögreglunni var látinn fara á eftir liði þessu, og áttu leynilög- reglurnennirnir að skjóta þá her- menn, sem kynnu að veigra sér við að ráðast á hetjur byltingar- innar. Umsátrið hófst með sprengju- regni, en á eftir hófst skothríð stór- skotaliðsins. Sjóliðarnir svöruðu með skothríð úr virkinu og frá skip- unum. Svo sótti Rauði herinn yfir ísinn í áttina til virkisins. ísinn lét undan þunga liðsins á nokkrum stöðum, og hundruð hermanna drukknuðu, en árásin heppnaðist. Rauði herinn gekk á land á eyj- unni, sótti inn í bæinn og náði hverri götunni á fætur annarri á vald sitt. Tuchachevsky lýsti síðar yfir því, að á öllum sínum hermennskuferli, bæði í stríði við önnur ríki og borg- arastyrjöldum, hefði hann aldrei orðið vitni að öðru eins blóðbaði og í Kronstadt. „Það var ekki bardagi," sagði hann, þetta var víti. Sjóliðarn- ir börðust sem villidýr. Ég get ekki skilið, hvernig þeir öðluðust mátt slíks reiðiofsa. Það varð að taka hvert hús með áhlaupi." Þ. 17 marz tilkynnti Tukhachevsky Trotsky, að verkefninu væri lokið. Áætlað var, að 18000 uppreisnarmenn hefðu verið drepnir. Hundruð voru tekn- ir fastir og skotnir í tilraunum til ÚRVAL þess að koma á „friði og ró“ að nýju. Fjöldadráp sjóliðanna var tákn um slit síðustu eðlilegu tengslanna milli sovézku stjórnarinnar og þjóð- arinnar. Einræðisstj órnin haf ði sigrað. Rússneska þjóðin var nú hernumin af óvini innan frá. STAÐTÖLULEGIR TÖFRAR. Lenin varð nú að horfast í augu við nýtt, alvarlegt vandamál: hung- ur. Það gengu geysilegir þurrkar. kommúnistar gerðu landbúnaðar- vörur upptækar á kerfisbundinn hátt, og hin ýmsu herlið höfðu einnig látið greipar sópa um þau matvæli, er til náðist. Þessar að- farir höfðu gert leiguliðana og smá- bændurna algerlega varnarlausa. Hungrið breiddist út alls staðar, ásamt taugaveiki og vaxandi stiga- mennsku. Og hundruð þúsunda heimilislausra barna, hinna svo- kölluðu „bezprizorny“, eigruðu um landið eins og villidýr. Milljónir manna hrundu niður. Er hungursneyðin færðist í aukana, neyddist Lenin til þess að láta und- an síga, hvað stjórnarstefnuna snerti, til þess að bjarga stjórn- inni. Samkvæmt „nýju efnahags- stefnunni", er gekk undir heitinu „NEP“, var einkaframtakinu komið á laggirnar á ný á flestum sviðum, fyTst í landbúnaði, og síðar voru svo leyfð slík verzlunar- og iðn- fyrirtæki í smáum stíl. Þetta und- anhald var eingöngu af efnahagsleg- um rótum runnið. Stjórnin hélt enn sínu einræðistaki, hvað stjórnmál- in snerti, og hún réð algerlega yfir stóriðnaðinum, samgöngumálum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.