Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 7

Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 7
EYJA HINNA AUGNALAUSU VAKTARA 5 á sauðfjárbúum, sem Chilestjórn rekur. Þeir klæðast tötrum með vestrænu sniði þó, enda stela þeir tötrunum o. fl. oft frá gestum. Vísindamenn, ævintýramenn og helgisiðafræðingar hafa reynt að gera sér grein fyrir hvernig þetta fólk hafi komizt til eyjarinnar. Sumír hafa látið sér detta í hug, að Rapa Nui væri leyfar af sokknu Kyrrahafslandi eða eyjan hafi eitt sinn verið tengd meginlandi með landbrú. Jarðfræðingar hafa aft- urámóti algerlega hafnað þeirri hugmynd. Sumum hefur dottið í hug að eyjan hafi byggzt af Vík- ingum frá Norðurlöndum, sem hafi komið yfir Perú, en þó eru engin merki hvorki í máli né útliti eyja- skeggja um slíkan uppruna. Vísindamenn eru líka núna sann- færðir um að Pacuanar séu hreinir Polynesar að ætt og þessir Polyn- esar hafi endur fyrir löngu lifað á suðausturströnd Asíu. Vöxtur öflugs kínverska keisaradæmis á öðru árþúsundinu fyrir Krist, olli almennum þjóðflutningum. Hver þjóðílokkurinn af öðrum, þeirra, sem bjuggu í nánd við Kínverja, flúðu framsókn Kínverjanna og heimsvaldasókn þeirra og leituðu á vit nágranna sinna, sem fjarlæg- ari voru. Polynesar bjuggu þá orð- ið um alla ströndina og þeir áttu ekki annarra kosta völ en flýja til hafs. Fornleifafræðingar telja sig geta rakið leiðina, sem þessir menn héldu til Polynesian eyjanna. Mál- ið, menningin og fornminjar benda eindregið til þess að Pascuanar hafi komið til þessa heimkynnis síns frá Marquesas eyjum. Polynesar, sem hafa náð lengst allra villtra sæfara geta hæglega hafa borizt annað veifið að strönd- um Suður-Ameríku. Það er ólík- legra'— en þó langt frá því að vera útilokað ■—• að Perú-Indíánar hafi komizt til Polynesíu. Það geta hafa átt sér stað margar slíkar okkur ókunnar ferðir yfir höfin í fornöldj Langoftast hefur það sjálfsagt orðið raunin, að ferðalangarnir hafa týnzt, annað hvort á leiðinni, eða við landtökuna án þess að láta eft- ir sig nokkur merki um ferðir sín- ar. Þeir gátu ekki vænzt neins skárra en þess, að innfæddir menn í því landi, sem þeir bárust að tækju við þeim og settu þeim kost- ina, en ekki öfugt, en dræpu þá ekki og ætu. Að lifa af náð annarra og undir stjórn framandi manna, þar sem sú þekking, sem þeir höfðu aflað sér í heimalandi sínu kom þeim ekki að neinu haldi og þeir gátu ekki miðlað gestgjöfum sínum neinu. Snemma á þessari öld, safnaði Pascuani, Juan Tepano að nafni, ljóðum, sem lifðu með kynþættin- um og einnig munnmælasögum. Eftirfarandi munnmælasaga er um orsakir til landnámsins? Land feðra okkar var stórt eyland í vestri nefnt Marae Ranga. Þar var lofts- lagið hlýtt og þar uxu mörg tré og úr þessum trjám smíðuðu forfeður okkar sér stóra báta eða festu þau saman og byggðu sér úr þeim hús . . Hotu Matua var höfðingi þessa ey- lands, en hann var neyddur til að yfirgefa það eftir rifrildi við bróð- ur sinn Te-Ira-ka-tea.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.