Úrval - 01.02.1968, Qupperneq 7
EYJA HINNA AUGNALAUSU VAKTARA
5
á sauðfjárbúum, sem Chilestjórn
rekur. Þeir klæðast tötrum með
vestrænu sniði þó, enda stela þeir
tötrunum o. fl. oft frá gestum.
Vísindamenn, ævintýramenn og
helgisiðafræðingar hafa reynt að
gera sér grein fyrir hvernig þetta
fólk hafi komizt til eyjarinnar.
Sumír hafa látið sér detta í hug,
að Rapa Nui væri leyfar af sokknu
Kyrrahafslandi eða eyjan hafi eitt
sinn verið tengd meginlandi með
landbrú. Jarðfræðingar hafa aft-
urámóti algerlega hafnað þeirri
hugmynd. Sumum hefur dottið í
hug að eyjan hafi byggzt af Vík-
ingum frá Norðurlöndum, sem hafi
komið yfir Perú, en þó eru engin
merki hvorki í máli né útliti eyja-
skeggja um slíkan uppruna.
Vísindamenn eru líka núna sann-
færðir um að Pacuanar séu hreinir
Polynesar að ætt og þessir Polyn-
esar hafi endur fyrir löngu lifað
á suðausturströnd Asíu. Vöxtur
öflugs kínverska keisaradæmis á
öðru árþúsundinu fyrir Krist, olli
almennum þjóðflutningum. Hver
þjóðílokkurinn af öðrum, þeirra,
sem bjuggu í nánd við Kínverja,
flúðu framsókn Kínverjanna og
heimsvaldasókn þeirra og leituðu
á vit nágranna sinna, sem fjarlæg-
ari voru. Polynesar bjuggu þá orð-
ið um alla ströndina og þeir áttu
ekki annarra kosta völ en flýja til
hafs. Fornleifafræðingar telja sig
geta rakið leiðina, sem þessir menn
héldu til Polynesian eyjanna. Mál-
ið, menningin og fornminjar benda
eindregið til þess að Pascuanar hafi
komið til þessa heimkynnis síns
frá Marquesas eyjum.
Polynesar, sem hafa náð lengst
allra villtra sæfara geta hæglega
hafa borizt annað veifið að strönd-
um Suður-Ameríku. Það er ólík-
legra'— en þó langt frá því að vera
útilokað ■—• að Perú-Indíánar hafi
komizt til Polynesíu. Það geta hafa
átt sér stað margar slíkar okkur
ókunnar ferðir yfir höfin í fornöldj
Langoftast hefur það sjálfsagt
orðið raunin, að ferðalangarnir hafa
týnzt, annað hvort á leiðinni, eða
við landtökuna án þess að láta eft-
ir sig nokkur merki um ferðir sín-
ar. Þeir gátu ekki vænzt neins
skárra en þess, að innfæddir menn
í því landi, sem þeir bárust að
tækju við þeim og settu þeim kost-
ina, en ekki öfugt, en dræpu þá
ekki og ætu.
Að lifa af náð annarra og undir
stjórn framandi manna, þar sem
sú þekking, sem þeir höfðu aflað
sér í heimalandi sínu kom þeim
ekki að neinu haldi og þeir gátu
ekki miðlað gestgjöfum sínum
neinu.
Snemma á þessari öld, safnaði
Pascuani, Juan Tepano að nafni,
ljóðum, sem lifðu með kynþættin-
um og einnig munnmælasögum.
Eftirfarandi munnmælasaga er
um orsakir til landnámsins? Land
feðra okkar var stórt eyland í vestri
nefnt Marae Ranga. Þar var lofts-
lagið hlýtt og þar uxu mörg tré og
úr þessum trjám smíðuðu forfeður
okkar sér stóra báta eða festu þau
saman og byggðu sér úr þeim hús . .
Hotu Matua var höfðingi þessa ey-
lands, en hann var neyddur til að
yfirgefa það eftir rifrildi við bróð-
ur sinn Te-Ira-ka-tea.