Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
KVENNASKOÐUN: Italski stillinn.
Stúlkurnar í Róm eru fagrar, og Það er unaður að gefa þeim auga,
er þær strevma um stræti og torg. Rómverskir karlmenn eru líka
óþreytandi við að gefa þeim auga, og þeir eru augsýnilega stoltir af
þessari „skoðunartækni" sinni.
Rómverja finnst það hlægilegt, hvernig Bandaríkjamaður virðir
fyrir sér stúlku. Bandaríkjamaðurinn fer laumulega að öllu saman.
Þegar stúlkan gengur framhjá, þykist hann kannske vera að athuga
dagblaðið sitt, þangað til hún er næstum horfin, en þá gýtur hann
í flýti hornauga til hennar. Hann hegðar sér eins og slík „kvenna-
skoðun“ væri sama eðlis og þjófnaður úr kirkjusamskotabaukum. Og
þar að auki horfir hann kannske á eftir aðeins einni stúlku af hverj-
um hundrað. Rómverjinn virðir fyrir sér allar stúlkur, þar á meðal
þær, sem eru búnar að gieyma því, að þær hafi nokkru sinni verið
ungar stúlkur. Þetta er atriði, sem varðar heiður hans. Honum finnst,
að honum beri að gera þetta.
Ein vinsælasta tækni Rómverjanna er starandi augnaráð, sem mætti
kalla bókhaldaraaugnaráðið. Kona nálgast. Maðurinn starir i augu
henni, síðan lítur hann niður eftir henni, allt frá öxl niður að kálfa,
likt og bókhaldari, sem er að leggja saman talnadálk. Það virðist vera
í himnalagi að beita þessari tækni við öll möguleg tækifæri, jafnvel
þegar konan er í fylgd með risavöxnum karlmanni, sem mundi kannske
freistast til að svara slíku starandi augnaráði með höggi beint á smett-
ið, væri um engilsaxneskt land að ræða.
Tilbrigði frá bókhaldaraaugnaráðinu er eins konar klukkuvísaskoð-
un. Þá kemur Rómverjinn beint framan að konunni, starir ástríðu-
fullu augnaráði beint í augu henni og beinir svo augnaráði sínu í
hægfara hring umhverfis efri hluta líkama hennar og lýkur hring-
ferðinni með því að stara í augu henni að nýju.
Þriðja tæknin er kölluð „brotni stjakinn". Rómverjinn gengur
beint framan að konunni. Hann gengur mjög hratt. Hann gengur þétt
að hlið hennar án þess að líta á hana. Svo þegar hann er kominn
hálfu skrefi fram hjá henni, byrjar hann að snúa sér við. Hann lítur
aftur og niður fyrir sig í senn og skoðar hana frá herðablöðum niður
á ökkla. Síðan snýr hann sér aftur fram á við til fyrri stellingar,
þangað til hann er búinn að ná fullu jafnvægi til undirbúnings þess
að skoða næstu konu. Konum er yfirleitt illa við þá, sem nota þessa
tækni, og þær hafa nokkra ástæðu til slíks. Það hefur oft sannazt, að
slíkir Rómverjar, sem hallast að þessari tækni, eru ekki sannir heið-
ursmenn.
Hvað sem því líður, virðast konurnar vera harðánægðar með það
að vera minntar á, að þær eru konur. En þær endurgjalda aldrei hið
starandi augnaráð mannsins í sömu mynt, þ.e.a.s. ekki ef þær eru
heiðvirðar konur. Þessi tvöfaldi siðferðismælikvarði lifir hér enn slíku
sældarlífi, að slíkt hefur hann ekki þekkt í Bandaríkjunum síðan á
Jazztímanum upp úr fyrri heimsstyrjöldinni.