Úrval - 01.02.1968, Síða 66

Úrval - 01.02.1968, Síða 66
64 ÚRVAL KVENNASKOÐUN: Italski stillinn. Stúlkurnar í Róm eru fagrar, og Það er unaður að gefa þeim auga, er þær strevma um stræti og torg. Rómverskir karlmenn eru líka óþreytandi við að gefa þeim auga, og þeir eru augsýnilega stoltir af þessari „skoðunartækni" sinni. Rómverja finnst það hlægilegt, hvernig Bandaríkjamaður virðir fyrir sér stúlku. Bandaríkjamaðurinn fer laumulega að öllu saman. Þegar stúlkan gengur framhjá, þykist hann kannske vera að athuga dagblaðið sitt, þangað til hún er næstum horfin, en þá gýtur hann í flýti hornauga til hennar. Hann hegðar sér eins og slík „kvenna- skoðun“ væri sama eðlis og þjófnaður úr kirkjusamskotabaukum. Og þar að auki horfir hann kannske á eftir aðeins einni stúlku af hverj- um hundrað. Rómverjinn virðir fyrir sér allar stúlkur, þar á meðal þær, sem eru búnar að gieyma því, að þær hafi nokkru sinni verið ungar stúlkur. Þetta er atriði, sem varðar heiður hans. Honum finnst, að honum beri að gera þetta. Ein vinsælasta tækni Rómverjanna er starandi augnaráð, sem mætti kalla bókhaldaraaugnaráðið. Kona nálgast. Maðurinn starir i augu henni, síðan lítur hann niður eftir henni, allt frá öxl niður að kálfa, likt og bókhaldari, sem er að leggja saman talnadálk. Það virðist vera í himnalagi að beita þessari tækni við öll möguleg tækifæri, jafnvel þegar konan er í fylgd með risavöxnum karlmanni, sem mundi kannske freistast til að svara slíku starandi augnaráði með höggi beint á smett- ið, væri um engilsaxneskt land að ræða. Tilbrigði frá bókhaldaraaugnaráðinu er eins konar klukkuvísaskoð- un. Þá kemur Rómverjinn beint framan að konunni, starir ástríðu- fullu augnaráði beint í augu henni og beinir svo augnaráði sínu í hægfara hring umhverfis efri hluta líkama hennar og lýkur hring- ferðinni með því að stara í augu henni að nýju. Þriðja tæknin er kölluð „brotni stjakinn". Rómverjinn gengur beint framan að konunni. Hann gengur mjög hratt. Hann gengur þétt að hlið hennar án þess að líta á hana. Svo þegar hann er kominn hálfu skrefi fram hjá henni, byrjar hann að snúa sér við. Hann lítur aftur og niður fyrir sig í senn og skoðar hana frá herðablöðum niður á ökkla. Síðan snýr hann sér aftur fram á við til fyrri stellingar, þangað til hann er búinn að ná fullu jafnvægi til undirbúnings þess að skoða næstu konu. Konum er yfirleitt illa við þá, sem nota þessa tækni, og þær hafa nokkra ástæðu til slíks. Það hefur oft sannazt, að slíkir Rómverjar, sem hallast að þessari tækni, eru ekki sannir heið- ursmenn. Hvað sem því líður, virðast konurnar vera harðánægðar með það að vera minntar á, að þær eru konur. En þær endurgjalda aldrei hið starandi augnaráð mannsins í sömu mynt, þ.e.a.s. ekki ef þær eru heiðvirðar konur. Þessi tvöfaldi siðferðismælikvarði lifir hér enn slíku sældarlífi, að slíkt hefur hann ekki þekkt í Bandaríkjunum síðan á Jazztímanum upp úr fyrri heimsstyrjöldinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.