Úrval - 01.02.1968, Blaðsíða 70
68
URVAL
börnum, og geta þau þá engu svar-
að á meðan á kastinu stendur, en
köstin eru frá 10 og allt upp í 100
á dag. Ekki varir þetta nema svo
sem 10 til 20 sekúndur í einu, og
veldur lítilli hættu þó að sjúkling-
urinn sé á hjóli, sundi eða gangi.
Þegar hann kemst til sjálfs sín, en
það gerist allt í einu, er sem ekkert
hafi gerzt, hann er jafngóður og
áður.
3) Þetta þriðja stig, sem kallast
á útlendu máli psychomotor-í\oga-
veiki, hefur ýms einkenni, hið væg-
asta ósjálfráðar varahreyfingar, hin
hörðustu langvinn ólundarköst, svo
sjúklingurinn er ekki mönnum
sinnandi, en hefur það til að verða
gripinn ofsalegri bræði og hættu-
legur umhverfi sínu ef reynt er að
halda honum í skefjum. Þá er sjúkl-
ingurinn ekki með sjálfum sér, hann
veit ekki af sér, en áður en þyrm-
ir yfir hann, kann hann að heyra,
eða þykja sem hann heyri, eitthvert
lag aftur og aftur. Sumir finna
sterka, einkennilega lykt. Sumir sjá
ofsjónir, sem líkjast draumsýnum.
Nú eru fyrir skömmu komnar
fram ýmsar lækningaaðferðir sem
lofa góðu. En lengi stóð á því. Á
Krists dögum var það siður að
hrækja á sjúklinginn, til þess að
hrekja úr honum þann „illa anda“,
sem þessu átti að valda. Á mið-
öldum voru sjúklingarnir oftast
brennimerktir til þess að hrekja úr
þeim þann hinn sama fjanda. Það
var ekki fyrr en á 19. öld, sem ensk-
ur læknir komst að því af tilvilj-
un, að bróm, sem annars var lyf
til að sefa og svæfa, hafði góð áhrif
á flogaveika. En um aldamótin
1900 komust læknar að því, að
fenóbarbital var enn betra. Árið
1940 fannst svo lyf nokkurt, sem
þótti taka hinum fram, því það olli
engri syfju og sleni eftir á. Lyf
þetta heitir dilantin (og var mark-
verð grein um það í Life, okt.-nóv.),
og læknar eða heldur í skefjum
báðum hinum verri tegundum af
flogaveiki hjá mörgum af þessum
sjúklingum. En síðan hafa fundizt
25 ný lyf, og meðal þeirra mysolín
og celontin.
Nú eru á prjónunum miklar fyr-
irætlanir um að prófa öll þessi
nýju lyf á fljótvirkan og áhrifa-
mikinn hátt, og hafna öllu nema
því sem bezt reynist. Á fjórum há-
skólum og þremur spítölum fara
nú þessar rannsóknir fram undir
forustu dr. Francis Forster, tauga-
sjúkdómasérfræðings, sem starfar
við háskólann í Wisconsin, og er
ekkert til sparað.
Eitt hinna nýju lyfja heitir LA-1,
og hefur ekki verið notað um lengri
tíma vegna þess að fyrstu skýrsl-
um um áhrifin af því bar ekki sam-
an. Samt var tilraunum haldið
áfram og hefur nú komið í ljós
að þetta er ágætt meðal til að lækna
flogaveikiskrampa í börnum eldri
og yngri, allt frá fæðingu.
Öll þau lyf, sem verið er að gera
tilraunir með undir forustu dr.
Forsters, eru skaðlaus að því leyti,
að iíkaminn ánetjast þeim ekki.
Síðan verður reynt að velja úr
það sem bezt á við hverja tegund
veikinnar, eins og hún lýsir sér
hjá hverjum einstökum.
Samt er til sú tegund sem eng-