Úrval - 01.02.1968, Síða 37

Úrval - 01.02.1968, Síða 37
ÉG ER NÆSTHEPPNASTI FLUGMAÐUR . . . 35 mín stórum björgunarfleka, sem gæti tekið sex menn. Þar er allur útbúnaður mun ríkmannlegri, meira vatn, fleiri reykblys, eimingartæki, sem ganga fyrir sólarorku, og svo þýðingarmesti hluturinn, sendi- og móttökutæki fyrir þráðlaust sam- band. Úrið mitt hafði stöðvazt, en ég vissi, að ég yrði að fylgjast með því, hvernig tímanum liði. Ég gerði ráð fyrir því, að ég væri búinn að vera í sjónum í um eina klukku- stund. Ég talaði til hins auða hafs, en þetta einhliða tal mitt varð ekki til þess að blása mér hugrekki í brjóst, er ég fór að hugsa alvarlega um horfumar. Nú væri sjálfsagt búið að birta hinar slæmu fréttir í útvarpinu. Engin nöfn ennþá, bara þessi orð „Verið er áð leita . . . nöfn munu ekki verða birt, fyrr en búið er að tilkynna þetta nánustu ættingjum," o. s. frv. Ég vonaði, að skýrt yrði varlega frá fréttum þessum. Mér varð hugsáð til bamanna minna fjögurra. Skyndilega kom ég auga á nokkra menn, sem klæddir voru í appel- sínugul björgunarvesti. Þeir virtist standa þarna á sjónum nokkur hundruð metrum í burtu. Og svo hurfu þeir eins fljótt og þeir höfðu birzt. Það liðu 2—3 mínútur, lang- ar mínútur, þangað til önnur alda lyfti björgunarflekanum upp og sannfærði mig um það, að sjóveik- in hefði ekki framkallað ofskynjan- ir hjá mér. Þetta voru sjóliðar, sem stóðu þarna við borðstokkinn á fal- legu, bandarísku fylgiskipi tundur- spillis! Ég hellti úr lithylki í sjóinn, þegar skipið sigldi fram hjá mér, kveikti á reykblysi, skaut 6 blossa- skotum úr skammbyssunni yfir stefni þess og blés í flautuna mína. Ég mundi líka hafa veifað vasa- klút, ef ég hefði ekki þegar verið með fullt fangið af alls kyns dóti. „Þeir hljóta að sjá mig,“ sagði ég upphátt. „Af hverju beygir skipið ekki hingáð?“ Það var útilokað að standa upp. Ég byrjaði að hrópa. Svo gerði ég mér skyndilega grein fyrir því, að þeir höfðu komið auga á mig. Næstum hver maður við borðstokkinn var með myndavél, og þeir voru allir önnum kafnir við að smella myndum af mér! Nokkrum mínútum síðar kom stór björgunarbátur í áttina til mín með sex mönnum í. Bátnum miðaði sæmilega áfram í fyrstu, en svo hægði hann mjög ferðina. Bátsstjór- inn kalláði til mín og spurði, hvort ég væri meiddur. Síðan var mér lyft upp í bátinn, og við lögðum af stað til skipsins. Skipið hét USS Koiner. (Hinn björgunarbátur skipsins hafði brotnað í spón nokkr- um dögum áður við björgunaræf- ingar í sams konar veðri og sjó og nú var). Það var dásamlegt að komast í sjúkrastofu tundurspillisns og njóta þar öryggs og hlýju. Ég ákvað að vera óbugandi hetja, en konjakið, sem hellt var ofan í mig, kom bein- ustu boðleið lil baka og dró svolít- ið úr áhrifum hetjuskaparins. Þetta var ekki alveg eins og í kvikmynd með Humphrey Bogart í aðalhlut- verkinu. Ég svaf eins og rotaður selur, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.