Úrval - 01.02.1968, Side 78

Úrval - 01.02.1968, Side 78
ÚRVAL ber, og þeim lauk þ. 9. desember. í flestum stærri borgunum fóru kosningarnar fram undir umsjón bolsévíka. En samt hlutu aðrir flokkar 27 milljónir af samtals 36 milljónum greiddra atkvæða. Þingið átti að koma saman í Tauridehöll í Pétursborg 18. janú- ar árið 1918. Þann morgun þrömm- uðu óvopnaðir verkmenn, leigulið- ar og smábændur í átt til miðbiks borgarinnar. Þeir hrópuðu sigur- hróp og veifuðu fánum, sem á voru letruð orð til hyllingar hinu ný- kjörna þingi og yfirlýsingar um trú alþýðunnar á lýðræðið. Þegar ganga þessi nálgaðist höllina, skutu lettneskar úrvalsskyttur á göngu- menn án nokkurrar aðvörunar, en Lenin hafði einmitt fengið menn þessa til borgarinnar í þessu augna- miði. Um 100 göngumenn féllu, og hundruð manna særðust. Hina greip ofsahræðsla, og þeir flúðu sem fæt- ur toguðu. Þrátt fyrir þennan blóðuga for- leik, söfnuðust hinir kjörnu full- trúar saman til síns fyrsta þing- fundar. Þeir sáu, að höllin var full af drukknum lýð, sem verðir Len- ins höfðu hleypt þangað inn. Og þegar þingfundur hófst, byrjuðu þessir „gestir“ að hrópa þingfull- trúa niður. Lenin hímdi í stigan- um, sem lá upp á ræðupallinn. Hann hnussaði fyrirlitlega, kallaði háðsyrði og hvatti hinn háværa múg til dáða, þangað til þingfull- trúar neyddust til þess að fresta fundi og draga sig í hlé. Bjartsýn- ir þingfulltrúar, sem sneru svo aft- ur til hailarinnar næsta dag, komu að harðlæstum hallardyrum. Þing- ið kom aldrei saman framar. Þannig tókst fámennu liði ákveð- inna og ósvífinna manna að ná tangarhaldi á heilli stjórnarbylt- ingu. Þegar sumir félagar Lenins kvörtuðu í nafni Rússlands yfir þessum aðförum, svaraði Lenin: ,,Ég hræki á Rússland! Þetta er aðeins eitt þróunarstig, sem við verðum að ná og yfirstíga á leið- inni til heimsbyltingar." UPPREISN OG „RAUÐA ÓGNIN“ Gagnbylting bolsévika olli geysi- legri mótspyrnu meðal alþýðunnar, og náði sú mótspyrna hámarki í lengstu og blóðugustu borgara- styriöld á síðari tímum. Hún geys- aði frá 1917 til 1921, og allan tím- ann geisuðu furðulega flókin átök meðal allra stjórnmálaflokkanna. Hvítliðar börðust fyrir þvi, að keis- aradæmi yrði komið á aftur. Heil- ir herir börðust fyrir þjóðlegu sjálfstæði Úkraínu, Georgíu, í Kák- asusfjöllum og ýmissa þjóðflokka í Mið-Asíu, er játuðu Múhameðs- trú. Stærstu hóparnir börðust fyrir endurheimt lýðræðisstjórnar. Flestallir þessir stríðandi flokk- ar og flokksbrot voru andkomm- únisk, en þau voru svo klofin af gagnkvæmu hatri, að bolsévíkum tókst að sigra að lokum. Rauði herinn, undir forystu Trotskys, snerist gegn hinni herðnaðarlegu ógnun, en svar bolsévíkanna við borgaralegum uppreisnum var „Rauða ógnin“. „Lenin reyndi að hamra því inn í hausinn á okkur við hvert tæki- færi, að ógnastjórn væri óhjá- kvæmileg,“ skrifaði Trotsky um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.