Úrval - 01.10.1969, Síða 52
50
ÚRVAL
ræða það fyrirbrigði heimskauta-
svæðanna, sem kallað er „whileout"
(skuggaleysi), sem lýsir sér í því,
að eriginn hlutur varpar frá sér
skugga og þannig er ekki hægt að
greina jörð frá himni.
Þessir heimsskautaflugmenn eru
hugdjarfir og jafnvel fífldjarfir
menn. En slíkt hið sama má ekki
síður segja um menn þá, sem kall-
aðir eru „kattafláningarmenn". Það
eru menriirnir sem leggja flugbraut-
ir og vegi og byggja vinnubúðir á
afskekktum stöðum. Þeir hafa leyst
af hendi hin furðulegustu afrek,
t.d. lagt 500 mílna veg, sem á eng-
an sinn líka. Þar er aðeins um
vetrarveg að ræða, sem hvílir ein-
göngu á ís og snjó í bókstaflegum
skilningi. Hann var lagður til flutn-
inga á tækjum og ýmsum útbúnaði,
sem var of þungur til flutnings í
lofti.
Þar er um tvöfalda akbraut að
ræða. Byrjar hann um 80 mílum
fyrir norðan Fairbanks og liggur
um skóga og mýrafen, síðan yfir
Brooksfjallgarðinn og freðmýrarn-
ar allt 'til olíusvæðanna.
Það urðu ýmsar óvenjulegar
hindranir á vegi vegalagningamann-
anna á leið þessari, en þeir sigruð-
ust á þeim öllum. Þegar þeir náðu
að Yukonánni, komust þeir að því,
að ísinn á henni var alltof ójafn og
hættulegur fyrir mikla umferð. Því
lögðu þeir veg yfir ísinn á ánni.
Hann var gerður úr trjábolum og
var mílufjórðungur á lengd. Síðan
dældu þeir vatni úr ánni á ísinn,
þangað til trjábolirnir voru komnir
á flot og „frystu“ þannig veginn.
Þannig tókst þeim að mynda 5 feta
þykkan veg úr ís, sem var svo
rennisléttur, að það var leikur einn
fyrir þunga vörubíla að komast þar
yfir.
NÝ OLÍUFLUTNINGALEIÐ
Olíufélögin höfðu nú uppgötvað
geysiauðug olíusvæði þarna á norð-
urhjara. En nú urðu þau að leysa
mjög erfitt vandamál, þ. e. hvernig
koma skyldi olíunni á markað. Yf-
irmenn olíufélaganna Atlantic-Rich-
field, Humble og British Petroleum
halda því fram, að byrjað verði að
flytja burt heimskautaolíuna árið
1972. Þeir vona, að þá hafi þeim
tekizt að ljúka lagningu olíuleiðsla,
sem verða 48 þumlungar að þver-
máli og eiga að geta flutt 500.000—
1.000.000 tunnur af olíu á dag yf-
ir þrjá fjallgarða allt til Alaska,
sem er 800 mílum sunnar. En þang-
að eiga olíuskip að sækja olíuna og
flytja hana til vesturstrandar
Bandaríkjanna. Annar möguleiki er
einnig hafður í huga, þ. e. lagning
olíuleiðslu í austur meðfram strönd
Norður-íshafsins, síðan upp eftir
Markonzilánni til tengingar við
kanadiskar leiðslur og markað í
austanverðum Bandaríkjunum.
Yfirmenn olíufélaganna eru líka
að athuga þann möguleika að flytja
olíuna í risavöxnum olíuflutninga-
skipum, sem sigla eiga í austurátt
meðfram norðurströnd Kanada, þ. e.
hina svokölluðu Norðvesturleið allt
til markaðanna á austurströnd
Bandaríkjanna. En leið þessi lokast
víða af hafís. Stærsta olíuflutninga-
skip, sem hefur nokkru sinni verið
smíðað í Bandaríkjunum, „Manhatt-
an“ að nafni, 115.000 tonn, hefur