Úrval - 01.10.1969, Page 54
52
Hvað er Rósarkrossmaður?
ósarkrossmaður er nem.
andi. Hann hefur djúp-
stæða þrá til að helga
sig alvarlegu námi.
Ekki námi, sem felst í
því að lesa ritgerðir, bækur, blöð
o.s.frv., heldur að rannsaka bækur,
menn og þó umfram allt rannsakar
hann sjálfan sig. Hann lætur sér
ekki nægja að vera meðlimur í fé-
lagi, heldur hefur hann fullan hug
á að athuga gaumgæfilega alla þá
hluti, sem stuðla að þjálfun hans.
Sem lærisveinn leitar hann vizku
með öflun þekkingar og vinnu. Hver
hréyfing og hugsun er árangur
náms hans. Hann lætur sér ekki
nægja lauslega og kæruleysislega
kynningu hlutanna. Hann er því að-
eins ánægður, að hann hafi unnið
sig fram til fulls skilnings.
Hann er vakandi spurningar-
merki, sem stöðugt leitar fullnaðar-
upplýsinga um alla hluti og lætur
sér ekki nægja yfirborðsþekkingu,
né tekur hann staðreyndir trúanleg-
ar íhugunarlaust. Hann les og íhug-
ar það, sem hann les, áður en hann
kemst að niðurstöðu eða tekur af-
stöðu til málefnisins. Sir Francis
Bacon hefur komizt þannig að orði:
„Lesið ekki til þess að andmæla eða
afsanna, — né til þess að trúa eða
taka trúanlegt, — eða til að finna
efni í samræður, — heldur til þess
að yfirvega og íhuga.“
Löngun Rósarkrossmannsins í
þekkingu auðgar sérhvern dag og
færir honum æ dýpri fullnægju.
Samt sem áður er hann mjög vand-
ur í vali á efni og hleður ekki upp í
huga sér gagnslausum hugsunum.
Þekking sú, er hann hefur tileinkað
sér, er byggð á lögmálum, sem dul-
spekingar hafa prófað og sannreynt
gegnum aldirnar.
Rósarkrossþekkingin fjallar um
hin raunhæfu vandamál hins dag-
lega lífs og um guðleg og náttúru-
leg lögmál. Nemandinn gerir sér
undir eins grein fyrir því, að sér-
hvert lögmál er guðlegt, þar sem
allt á uppruna sinn í hinu „kos-
miska“. Hann er sér meðvitandi um
— Gangleri — Páll Gröndal þýddi —
53
Hann er vakandi spumingarmerki,
sem lætur sér ekki nægja
yfirborðsþekkingu, né tekur staðreyndir
trúanlegar ílmgunarlaust.
allsherjar handleiðslu og stjórn á
sérhverju lögmáli, er ríkir í alheim-
inum. Með því að beita á raunveru-
legan hátt vísindum og list Rósar-
krossþekkingarinnar auðgar hann
líf sitt og gerir það fyllra. í þessari
þekkingu hefur honum opnazt leið
til að breyta heimspeki í nothæf
vísindi, breyta trú í verknað og að
lifa lífi, sem fleytir honum hraðbyri
til fullkomnunar.
Lífsreglur Rósarkrossreglunnar
vara hann hinsvegar við: „Hældu
þér ekki af þeim árangri, er þú hefur
náð, né gerðu mikið úr Rósarkross-
þekkingu þinni. Þú ert að vísu Rós-
arkrossmaður sem meðlimur
bræðralagsins. En sem Rósarkross-
maður að þekkingu og mætti er
hinn hæsti og mesti á meðal vor
eins og barn á sínum fyrstu náms-
árum og óverðugur viðurkenningar.
Þér skuluð ekki telja yður meistara,
heldur Rósarkrossnemendur, ávallt
nemendur, já nemendur að eilífu.“
Rósarkrossnemandinn er sann-
leiksleitandi. Hann hefur komizt í
snertingu við hugsanir, heimspeki
og uppgötvanir mestu hugsuða
heimsins. Námið verður honum að
vana og leitin að sannleikanum
verður honum „ritual“.
Hann lætur hvorki tímaleysi, ó-
næði eða félagslegar truflanir
standa í vegi fyrir sér, eða fréista
sín til þess að sleppa hinum reglu-
lega námstíma eða til þess að nota
ekki eitthvert þeirra lögmálá, sem
honum hafa verið kennd. Hann hef-
ur einsett sér að gefa sig að því,
sem hann langar mest að gera, þrátt
fyrir óhagstæðar kringumstæður.
Hann gerir sér grein fyrir því, að
þessar óhagstæðu kringumstæður
eru próf á hæfni hans, einlægni og
viljastyrk, og hann bíður ekki hag-
stæðs tækifæris, heldur klífur bratt-
ann ótrauður, vitandi að það, sem
hann gerir í dag, þau lögmál, sem
hann ígrundar og fær til að vinna,
munu á morgun skapa aðstæður,
sem geta orðið hagstæðar. Með því
að framkvæma hlutina þrátt fyrir
núverandi aðstæður yfirvinnur
hann þær og nær ef til vill að
breyta þeim til hins æskilega.