Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 68

Úrval - 01.02.1970, Blaðsíða 68
G6 ÚRVAL átti að skýla plöntunum fyrir frosti. Brátt varð okkur ljóst, að það sem helzt dregur lir lífsþægindum á ís- landi er gróðurleysið. Þar er ekkert tré — ekki einu sinni hávaxinn runni. Smá-kálhöfuð er erfitt að rækta. Frá landshöfðingja héldum við til biskups. J.B hafði skipulagt þessar heimsóknir og gert sér fyllilega ljóst hvers hæverskan krafðist af sjófar- endum, sem skyndilega birtust í höfuðborg landsins. Allir höfðu heimsótt höfuðsmann laga og réttar. Ekki var talið brýnt, að aðrir en hinir elztu og helztu sýndu þjóð- kirkjunni virðingu sína. En hjá biskupi komumst við í kynni við biskupsdótturina Þóru, og áður en ferðinni lauk hafði hún eignazt hug okkar og hjarta. Meira að segja Wilson hinn sorgum mæddi fékk ekki staðizt þokka hennar og glað- værð. Hann hreifst af henni og var næstum kátur í návist hennar. Þegar þessum skyldustörfum var af létt, fengum við að reika um bæ- inn, og með því að dömurnar voru með í ferðinni, leið ekki á löngu áð- ur en við rákumst inn í skargripa- búð. Það er nefnilega skartgripa- verzlanir í Reykjavík. Gamlir skrautmunir úr slifri, silfurbelti og víravirki, allt hefur þetta sennilega komið frá Danmörku fyrir nokkr- um árum og sumt kannski frá Birm- ingham — þetta var þarna til sölu og seldist. Allir vildu kaupa eitthvað til þess að hafa með sér heim til Englands, enda voru þessir skart- gripir það helzta sem tekið varð með til minja um ferðina. Eins kom- um við oft í sölubúð hjá söðlasmið, sem seldi hnakktöskur og svipur. Það var ákveðið að við færum ríð- andi að Geysi, og var nokkurt vit í að leggja af stað á hestbaki án þess að vera með svipu og hnakktösku undir nauðsynlegasta farangur? Við keyptum það sem til var af svipum og hnakktöskum, svo að vonandi hefur söðlasmiðurinn verið hinn kátasti. Reykjavík er fiskibær eins og Þórshöfn. Alls staðar lá fiskur til þerris, á götunum hvað þá annars staðar. Það litur út fyrir að allt fiskmeti sé vandlega verkað, einnig bein og hausar. Það er fróðlegt að sjá, hvernig fólk kann að laga sig eftir aðstæðum og gjöfum náttúr- unnar. Smátt er um brauð á íslandi, en svo virðist sem þurrkaður fiskur geri sama gagn. Sauðakjötið er talið afbragð — að minnsta kosti sagði landshöfðinginn okkur að það væri jafngott ef ekki betra en bézta er- lent kjöt. En það er smátt um það, og þess vegna er það dýrt. Venju- legast er það saltað, enda verður að geyma það allan veturinn, sem er meira en sex mánuðir. Og á vet- urna verður líka að fóðra fénaðinn. Ég held að varla hafi nokkuð okk- ar „varðhundanna" etið munnbita af íslenzkum mat allan þann tíma sem við var staðið, utan skyr, rjóma og mjólk — nema ef vera skyldi kökubiti með vínglasi. Við höfðum allar vistir með okkur frá Skotlandi, og í Geysisferðinni höfðum við með okkur mat frá skipinu. Það er því erfitt fyrir okkur að segja nokkuð um íslenzkan mat eða mataræði af eigin rejmslu. En útlit fólksins er raunar hinn bezti mælikvarði, og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.