Úrval - 01.05.1970, Page 29

Úrval - 01.05.1970, Page 29
EKKI VERÐUR ALLT MEÐ ORÐUM SAGT 27 ýmsu blæbrigði þess, um leið og þau læra móðurmálið. Englendingur krossleggur fæturna allt öðruvísi en Bandaríkjamaður gerir. Frakki talar og hreyfir sig á sérstakan franskan hátt. Ein af ástæðunum fyrir því, að erlendar myndir með ensku tali virðast oft „flatneskjukenndar", þ. e. hafa ekki væntanleg áhrif, er sú staðreynd, að raddbeiting hinna erlendu leik- ara og hreyfingar, sem einnig eru notaðar til tjáningar, eru ekki í samræmi við málið. Oft undirstrika þessar hreyfingar og stellingar merkingu orðanna, sem sögð eru. Það er hinn tilfinn- ingalegi þáttur þess, sem sagt er, sem þannig er tjáður. Þegar einhver finnur, að sumu fólki geðjast vel að honum, en öðru illa, þá rökstyður hann oft þetta álit sitt á þennan hátt: „Það var ekki vegna þess, sem það sagði, heldur hvernig það sagði það.“ Al- bert Mehraban sálfræðingur hefur búið til eftirfarandi ,,formúlu“: — „Samanlögð áhrif þess, sem sagt er: 7% orðin sjálf, 38% röddin og radd- blærinn, 55% andlitssvipur þess, sem orðin mælti.“ Það má sjá, hversu gífurlega þýðingarmikill þáttur röddin og raddblærinn er, þegar maður hefur það í huga, að það er jafnvel hægt að gæða orðin „ég hata þig“ tælandi hljóm. Athuganir á þætti svipbrigða- og líkamshreyfinga í tjáningarmáta fólks í samskiptum sínum hafa hlotið fræðiheitið „kinesics". Sér- fræðingar á þessu sviði eru tregir til þess að ákvarða vissa merkingu hverrar hreyfingar, líkt og um skýr- ingar í orðabók væri að ræða. Þeir hafa augun opin fyrir heildartján- ingunni, en ekki sinni einangraðri, merkingarfullri hreyfingu eða stell- ingu. Þetta er ung vísindagrein eða aðeins um 17 ára gömul. Hún á til- veru sína einum manni að þakka, mannfræðingnum dr. Ray Bird- whistell. En á þessu sviði gætir þegar mikillar fjölbreytni. Það er til dæmis um 23 mismunandi hreyf- ingar eða stellingar augnabrúna að ræða. Karlmenn grípa miklu oftar til slíkra merkingarfullra augna- brúnahreyfinga en konur. Flestir komast að því, að þeir geta ekki úti- lokað áhrif orðanna og einbeitt sér að merkingarfullum líkamshreyf- ingum og stellingum einum saman nema í um 30 sekúndur í einu. Þá hvarflar athyglin aftur að orðunum. SÉÐ OG HEYRT Mikilvægur þáttur þessa „líkams- máls“ er fólginn í hreyfingum augn- anna. Bandaríkjamenn eru til dæm- is mjög á varðbergi í þessu efni. Þeir gæta þess vel að mæta augna- ráði annarra á þann hátt, sem þeir sjálfir kjósa. Þeir gæta þess einnig vel að gera það, þegar þeim sjálf- um sýnist. Við eðlilegar samræður horfist fólk yfirleitt ekki lengur í augu í einu en í um eina sekúndu. Þá lítur annar aðiljinn alltaf und- an eða þá báðir. Þegar tveir Banda- ríkjamenn horfast í augu á rann- sakandi hátt, þá er sem viðmót þeirra hlýni og viðræðurnar fá „innilegri" tón. „Tel Aviv olli óróa innra með mér,“ sagði Bandaríkjamaður einn, er hann sneri aftur frá ísrael. „Fólk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.