Úrval - 01.05.1970, Síða 30

Úrval - 01.05.1970, Síða 30
28 ÚRVAL starði beint á mig á götum úti. Loks skýrði einn vinur minn mér frá því, að ísraelsbúum fyndist það ekki neitt óviðeigandi að stara á aðra.“ Sums staðar í Austurlöndum er það álitin ókurteisi að líta jafnvel sem snöggvast á þann, sem maður talar við. í Englandi horfir kurteist fólk beint á þann, sem það talar við, og deplar augunum öðru hverju til merkis um, að það hlusti vel og hafi áhuga á því, sem verið er að segja við það. Þetta depl er alveg merkingarlaust að áliti Bandaríkja- manna, því að þeir ætlast til þess, að sá, sem hlustar, kinki öðru hverju kolli eða tauti eitthvað. AUÐSÆ VIÐBRÖGÐ ,,Mál líkamans" er stundum í æp- andi mótsögn við orðin, sem verið er að mæla. Þessi líkamsviðbrögð gera oft áhrif orðanna að engu. Freud skrifaði á þessa leið: „Eng- in dauðleg vera getur þagað yfir leyndarmáli. Séu varir hennar þöglar, þá talar hún með fingur- gómunum. Hún ljóstrar upp leynd- armálinu í gegnum hverja svita- holu.“ Þannig getur maður kannske haft algera stjórn á andlitshreyfingum sínum, virzt vera hinn rólegasti og hafa fulla sjálfsstjórn, en gerir sér jafnframt ekki grein fyrir því, að merki um spennu og kvíða innra með honum eru vel sýnileg. Hann veit ekki af því, að hann stappar stöðugt fæti í gólfið, líkt og fótur- inn lyti eigin stjórn sem sjálfstæð lífvera. Fætur og fótleggir geta líka komið upp um niðurbælda reiði. Það myndast oft spenna í fótum og fótleggjum, þegar menn rífast. Ótti framkallar líka stundum ósjálfráð- ar fótahreyfingar, sem er rétt að- eins hægt að greina. Fóturinn eða fæturnir titra örlítið, líkt og þeir séu óstyrkir. Og ekki má gleyma ögrandi, lítt áberandi fótahreyfing- um kvenna, sem eru ýmist meðvit- aðar eða ómeðvitaðar. Nýjar rannsóknir sálfræðinga benda til þess, að menn gefi oft til kynna með líkamsstellingum sínum, hvern hug þeir bera til fólks þess, sem er í návist þeirra. Ein tilraun benti til þess, að þegar karlmenn eru í návist karlmanna, sem þeim geðjast ekki að, slaki þeir annað- hvort mjög lítið eða mjög mikið á, eftir því hvort þeir álíti hinn mann- inn eða mennina vera einhvers kon- ar ógnun fyrir sig eða ekki. Við sömu tilraun gáfu konur alltaf til kynna ógeð með því að slaka mjög á líkamsstellingum sínum. Karl- menn í návist kvenna, sem þeim geðjaðist illa að, reyndust aldrei haldnir slíkri óþægindakennd, að þeir sætu stífir. Samstæðar líkamsstellingar fólks í hóp veita stundum góðar upplýs- ingar um afstöðu manna hvers til annars innan hópsins. Við skulum hugsa okkur, að gestir í veizlu hafi stælt ákaft um róttækni stúdenta. Það væri þá líklega hægt að þekkja strax stuðningsmenn og andstæð- inga með því að virða fyrir sér líkamsstellingar einstaklinganna í hópnum. Flestir stuðningsmannanna munu þá líklega sitja með kross- lagða fætur, en andstæðingar munu yfirleitt teygja fram fæturna og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.