Úrval - 01.05.1970, Page 33

Úrval - 01.05.1970, Page 33
ÉITT ÁR í LÍFI BÚRHVALSINS Si Litli kálfur mun halda áfram að sjúga móður sína í tvö ár og mun þyngjast um rúm 6 pund á dag. í lok fyrsta mánaðarins er hann þeg- ar orðinn eins fljótur í ferðum og fjölskylda hans. Hann getur synt 20 hnúta, þegar hann er gripinn ofsahræðslu, en syndir tæpa 6 hnúta þegar hann er óhræddur og róleg- ur. NEYÐARKALL Fjölskylda Litla kálfs er svolítið breytileg frá einum mánuði til ann- ars. Þetta er lauslega tengdur fé- lagshópur, sem í eru um 30 hvalir. En sá hópur myndar svo hluta stærri torfu, sem telur marga slíka fjölskylduhópa innan sinna vé- banda. í hópnum, sem hann tilheyr- ir núna, eru mjög ungir hvaltarfar og hvalkvígur, þungaðar hvalkýr, hvalkýr með kálfa „á brjósti" og einn gamall hvaltarfur, sem heldur sig venjulega nokkur hundruð metrum á „vindborða" við hópinn. Lausir og liðugir „piparsveinar“ eru enn önnum kafnir við að fita sig í Beringshafinu langt í norðri. Þeir eru sílspikaðir og þeim er vel hlýtt, enda eru þeir huldir 12 þumlunga þykku spiklagi. En gullvöxnu hval- kvígurnar, sem hafa ekki enn orðið þungaðar, hafa þegar snúið suður á bóginn vegna kólnandi sjávar sept- embermánaðar. Litli kálfur fer nú smám saman að þekkja aðra meðlimi fjölskyldu sinnar, eftir því sem næturnar lengjast og morgunþokan fer smám saman að víkja fyrir heiðríkju og haustvindum. Þarna er til dæmis gömul langömmusystir hans með hræðilega snúinn neðri kjálka eítir viðureign við morðhval. Önnur gömul hvalkýr er með einkennilega, sigggróna bungu eftir bakinu. Fyrir mörgum árum rakst hún á 700 punda sverðfisk, sem stakk löngu sverðinu beint inn á bakið á henni. Og svo brotnaði sverðið af honum og varð eftir í baki hennar. Sárið greri á nokkrum vikum, en sverðið varð eftir. Aðrir meðlimir fjölskyldunn- ar hafa að vísu ekki eins áberandi sérkenni til að bera, en Litli kálfur getur samt þekkt þá að nú orðið. Sérhver þeirra hefur sinn sérstaka húðlit, sína sérstöku raddsmelli og sín sérstöku örmynztur. (Allir eldri hvalir hafa hvað eftir annað verið klóraðir og bitnir í framan hvað eftir annað af risakolkröbbum, sem berjast fyrir lífi sínu). Á rigningardegi einum í nóvem- ber týnir einn af meðlimum fjöl- skyldu Litla kálfs lífinu. Þetta var lítil, 10 tonna kvíga, sem dottaði í ró við sjávaryfirborðið og var svo skyndilega tætt sundur af skips- skrúfu. Hin dauðsærða hvalkýr sendir frá sér neyðarkall. Tveir fé- laga hennar koma tafarlaust á vettvang, synda undir hana og reyna að halda henni uppi. Aðrir félagar koma úr öllum áttum og sýna þannig dæmi um umhyggju þessara dýra fyrir félögum sínum. Líffræðingar hlógu eitt sinn að þessari kenningu, en nú vita þeir, að hún hefur við rök að styðjast. NIÐUR, LANGT NIÐUR Nú hafa eldri tarfar bætzt í fjöl- skyldu Litla kálfs, og nú fer allur hópurinn að halda rólega suður á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.