Úrval - 01.05.1970, Side 34

Úrval - 01.05.1970, Side 34
32 bóginn til ætistöðvanna milli Kyrrahafsstrandar Mexíkó og Re- villa Gigedoeyja, þar sem kaldir og hlýir straumar mætast, en þar er geysilega mikið um fjölbreytilegt æti. Pabbi Litla kálfs, en það er 60 feta langur, 56 tonna þungur tarf- ur, sem er alltaf á verði skammt frá fjölskyldu sinni, hefur oft kom- ið hingað. Núna dvelur hann 1 klukkustund og 1 stundarfjórðung í kafi í einu, en það er hámark þess tíma, sem búrhvalur getur dvalið neðansjávar án þess að koma upp til þess að anda. Litli kálfur skynjar nú miklu betur umhverfi sitt en áður. Og hinar dularfullu hreyfingar pabba hans og ferðir hans niður í haf- djúpin heilla hann óskaplega. Tarf- urinn gamli svolgrar hvað eftir annað í sig loft við yfirborðið og stingur sér síðan skáhalt niður í myrk djúpin, þar sem sjórinn er ískaldur og þrýstingurinn er upp undir 100 tonn á hvert ferfet. Blóðið streymir frá skrokk hvals- ins og sporði í áttina til hins risa- vaxna heila til þess að halda hon- um lifandi. (Sá stærsti heili, sem frétzt hefur af hér á jarðríki, var tekinn úr höfði búrhvals eins. Hann vó rúm 17 pund!). Hjarta hans, sem vegur um 360 pund, slær nú miklu hægar en áður, eða aðeins 10 sinn um á mínútu, og dælir um 22 lítr um blóðs við hvert slag. Tarfurinn heldur enn lengra niður í djúpin. Þrýstingurinn vex. Nú slaknar á hinum svampkenndu spikfrumum hans, er súrefni þeirra streymir inn í blóðið. Og hinir svarrauðu vöðvar undir spikinu miðla nú sín- ÚRVAL um leyndu súrefnisbirgðum til æð- anna. Á 3000 feta dýpi tekur tarfurinn að synda lárétt í leit að æti. Hann ætlar ekki lengra niður. „Hljóð- sjáin“ í hinum risavaxna haus hans starfar nú af fullum krafti. Innan stundarfjórðungar skynjar hann röð óskaplega þægilegra hljóða. Hann opnar neðri skoltinn upp á gátt. Það er líkt og verið sé að opna hlið. Og hinar risavöxnu tennur hans, 60 að tölu, grípa risa- vaxinn 200 punda kolkrabba helj artökum. Kolkrabbinn engist og rífur eftir mætti í andstæðing sinn. Honum tekst að skera burt stykki úr svörtum skrápnum með hvöss- um goggi sínum. Hvalurinn hristir fórnardýrið til í gremju sinni og kremur lífskjarna þess og étur það svo. Matarlyst tarfsins er óseðjandi. Hann étur tæpt tonn á hverjum sólarhring! VIÐUREIGN RISANNA í janúarbyrjun heldur fjölskylda Litla kálfs af stað í norður- og vesturátt, líkt og af handahófi. Eft- ir nokkurra daga ferð syndir hún fram á stóran hóp búrhvala. I hon- um eru líklega 200 eða enn fleiri hvalir. Litli kálfur skynjaði nær- veru þeirra, alllöngu áður en hann kom að þeim. Hann heyrði smell- ina og ískurhljóðin, er þeir voru að tala saman. * Síðar í mánuðin- * Að vísu er enn lítið vitað um rat- skynjun, hljóðskynjun og fjarskipti hvala, en það er samt augljóst, að heyrn þeirra er ofboðslega næm. En það virðist sem þeir séu smám saman að missa sjón- ina, því að hún er mjög léleg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.