Úrval - 01.05.1970, Side 36

Úrval - 01.05.1970, Side 36
34 ÚRVAL sólarbirta hinna löngu daga örvar geysilega starfsemi kirtils eins 1 heila hvalsins. Kirtill þessi er ekki stærri en lítið matarepli. Kirtill- inn tekur til að gefa frá sér örv- andi boð til kynfæranna. Eggja- stokkar hvalkúnna lifna allir við, og eistu hvaltarfanna taka að þrútna. Hið fjöruga ástalíf fengi- tímans er nú að hefjast. Síðdegis rokdag einn tekur Litli kálfur eftir því, að tarfur einn eltir eina kúna burt frá hjörðinni. Tím- unum saman synda þau hlið við hlið. Þau snertast með bægslum og sporði eða nugga saman síðunum. Svo kemur' að því, að tarfurinn „tekur sér stöðu“ fyrir ofan kúna og „strýkur" bakið á henni blíð- lega með kviðnum. Svo færir hann sig fjær henni og tekur til að elta hana að nýju. Svo eykur hann skyndilega hraðann, syndir fast að henni og nuggar sér ofsalega utan í hana. Síðan þýtur hann á undan henni. Hann klýfur sjóinn með bægslin útþanin, þannig að þau standa beint út frá síðunum, og sveigir skrokkinn á furðulegan hátt til þess að draga að sér athygli hennar. Kýrin gerist nú samvinnuþýð og slengir sér á hrygginn, og tarfur- inn syndir yfir úttútnaðan kvið hennar. Síðan taka þau sér eðlilega sundstöðu að nýju og bíta blíðlega saman skoltunum. Þau nugga blíð- lega saman hausunum eða bara munnunum. Stundum slengja þau hausunum saman. Ástaleikur þeirra heldur áfram í um hálftíma, áður en þau hefja sig að lokum langt upp fyrir yfirborðið, beint upp á endann, kviður við kvið og bægsl- in fast saman. Og umlukin vindum og regni eðla þau sig nú á nokkrum sekúndum og láta sig síðan falla þyngslalega niður í ókyrrar bylgj- urnar að nýju. Búrhvalirnir í Kyrrahafinu, eða „brundhvalirnir“ eins og þeir eru kallaðir („sperm whales“), verða kynþroska, þegar þeir eru orðnir 9 ára. Þeir hafa náð fullum líkams- vexti 30—45 ára að aldri, en geta orðið allt að 75 ára gamlir. Hvert tímgunartímabil virðist standa í um 4 ár. Kýrnar verða þungaðar í maí- mánuði fyrsta ár tímabils þessa. Þær fæða kálfa í septembermánuði annars ársins eftir 16 mánaða með- göngutíma. Svo næra þær kálfana á móðurmjólk í tvö ár eða þangað til í septembermánuði fjórða ár tímabilsins. Síðan hvíla þær sig í átta mánuði og verða aftur þung- aðar í maímánuði fimmta ár tíma- bilsins. EITT ÁR í LÍFI BÚRHVALSINS ER NÚ Á ENDA RUNNIÐ Hópurinn tekur að leysast upp síðari hluta maímánaðar. í stað eins stórs hóps myndast nú margir smáhópar hvala, sem eru á svipuð- um aldri, af sama kyni og eiga af einhverjum ástæðum bezt saman. Og svo halda hóparnir hver í sína * „Brundhvalur“ (Sæðishvalur) virðist vera algert rangefni á búrhvölum. Haus þeirra er gríðarlega stór og tekur yfir þriðja hluta skrokksins. Öll „höfuðkúp- an“ er sneisafull af einkennilegu, olíu- kenndu efni, sem kallast „spermaceti", en hvalveiðimenn fyrri tíma álitu þetta vera sæði hvalsins, þ. e. brund (,,sperm“).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.