Úrval - 01.05.1970, Síða 40

Úrval - 01.05.1970, Síða 40
38 GEYSILEGT VINNUÁLAG Tónlistin leysti þessa feimnu stúlku úr fjötrum. Hún stundaði nám í raddþjálfun hjá John og Aidu Dickens af miklu kappi, hélt einn- ig áfram daglegum æfingum með móður sinni og hætti samt ekki við ritarastörfin. Dickenshjónin sendu hana svo til leiklistarkennara, sem kenndi henni réttan limaburð og raddbeitingu. Og þau kröfðust þess, að hún færi að syngja í hærri tón- tegund. Hún fór nú að syngja á vegum Sameinuðu tónlistarfélaganna, og þá hlaut hún innan skamms viður- kenningu margra þekktra samtíðar- manna sinna, þar á meðal Richards Bonynge, grannvaxins, laglegs manns. Yfirbragð hans var ítalskt þrátt fyrir hina írsku forfeður hans. Hann var álitinn einn efnilegasti píanóleikarinn við Tónlistarháskóla Sydneyborgar. Joan vann Sólararíuverðlaunin í þriðju tilraun. Síðan bar hún sigur af hólmi í Mobil Quest-útvarps- samkeppninni fyrir nýja söngvara og hlaut verðlaun, sem námu 1400 áströlskum pundum. í lok ársins 1950 hafði Joan loks náð því marki, sem hún hafði sett sér fyrir 13 ár- um. Hún var beðin um að syngja á pamlaárskvöldstónleikunum í ráð- húsi Sydneyborgar. Hin geysilega vinna hennar var nú farin að bera ríkulegan ávöxt. Verðlaunin veittu henni möguleika til að halda til Lundúna ásamt móður sinni til þess að vinna þar að því, að annar draumur hennar mætti rætast. Hún vonaðist nú til þess að fá tækifæri ÚRVAL til að syngja í Konunglega óperu- húsinu i Covent Garden. Joan var nú orðin 25 ára gömul. Þær mæðgurnar tóku á leigu tvö fátækleg herbergi í Lundúnum. Richard Bonyange hafði hlotið námsstyrk og var þegar kominn til Lundúna til framhaldsnáms í pí- anóleik. Og svo birtist hann skyndi- lega við dyr þeirra og bauð þær velkomnar. Hann dvaldi áfram í Lundúnum og tók að vinna með Joan. Hann hafði óskaplegan áhuga á ítölsku óperunum frá fyrri hluta 19. aldar, þ. e. verkum þeirra Doni- zetti, Bellini, Rossini og fyrri verk- um Verdi, þ. e. verkum „bel canto“ * stílsins. Auk náms síns í óperudeild Konunglega tónlistarháskólans vann hún mikið með Bonynge, sem var viss um, að rödd hennar væri ósvik- in „bel canto-rödd“. Hann hafði þá trú, að hún gæti stuðlað að endur- fæðingu þessa söngstíls, sem var þá niðri í algerum öldudal. f daglegum kennslutímum sínum krafðist hann þess, að Joan syngi í meiri tónhæð, í glæstari og skrautlegri stíl en hún hafði hingað til notað. Hann krafð- ist þess, að hún syngi sem „colo- ratura", því að hann var sannfærð- ur um, að það væri hennar eigin- * „Bel canto“ þýðir einfaldlega „fagur söngur“ á ítölsku, en orða- samband þetta er einkum notað um hinn hefðbundna söngstíl, þar sem lögð er áherzla á fagran tón, góða textameðferð og fullkomna söng- tækni. Sérstaklega er þar átt við mikla leikni og lipurð í raddmynd- un, en hinar ítölsku gerðu einmitt miklar kröfur til slíks.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.