Úrval - 01.05.1970, Page 73

Úrval - 01.05.1970, Page 73
MAÐURINN SEM UPPGÖTVAÐI RADARINN 71 „öryggisneti", sem engin flugvél gat komizt óséð í gegnum. Og án þessa nets hefðu hinir „fáu“ orrustuflugmenn Konunglega flughersins - eins og Winston Churchill orðaði það, sem frægt er orðið — ekki getað gert svo mikið fyrir svo marga, þótt þeir hefðu sýnt jafn mikinn dugnað og jafna hreysti. Þýzki yfirflotaforinginn, Karl Dönitz, skrifaði svo eftir stríðið: „Næst atómsprengjunni var það radarinn, sem reið baggamun- inn fyrir bandamenn. Þeir vísinda- menn, sem uppgötvuðu radarinn, björguðu landi sínu frá ósigri.“ í rauninni var smíði og þróun þessa vopns mest að þakka hugvitssemi og dugnaði eins manns, það er að segja Watson-Watt, sem var aðlað- ur titlinum sir Robert árið 1941. Með aðstoð radarsins er hægt að ákvarða staðsetningu hlutar og reikna fjarlægðina til hans með rafsegulbylgjum, sem látnar eru skella á honum. Þá er sá tími mæld- ur, er það tekur bylgjurnar að ná hlutnum og kastast til baka til mót- tökuloftnets radarstöðvarinnar. Orðið ,,radar“ er myndað úr upp- hafsstöfum hinnar ensku skilgrein- ingar á aðferðinni: Radio Detection and Ranging. Watson-Watt fann ekki upp radarinn í eiginlegri merkingu, þar sem allir hlutar hans voru vel þekktir af rafeðlisfræð- ingum þegar árið 1930, en hann var sá fyrsti, er kom auga á þann mögu- leika, er í þessum hlutum fólust, og tókst að sameina þá í eitt kerfi, sem notadrjúgt varð. DVELJANDI LJÓSBLETTIR Watson-Watt er Skoti í húð og hár. Fjölskylda hans var iðnaðar- fólk, og þegar sem drengur hafði hann frjótt ímyndunarafl og vís- indamannshæfileika, sem hann seg- ir sjálfur vera arf frá einum for- feðra sinna, James Watt, sem fann upp gufuvélina. Er hann var 13 ára að aldri, myrkvaði hann eitt sinn skóla sinn við eðlisfræðitilraunir. Allir vartappar í húsinu sprungu, er hann framkvæmdi tilraun í eðl- isfræðistofunni, sem hafði verið stranglega bannað að gera, þótt merkileg væri: leiðingu rafljósa- boga milli tveggja elektróða. Hann varð raftæknifræðingur og fékk mikinn áhuga á hinni nýtil- komnu vísindagrein um radíó- bylgjuri. Er fyrri heimsstyrjöldin hófst, fékk hann stöðu við veður- fræðistofnun ríkisins í Farnborough, þar sem hann skyldi þróa radíóað- ferð til staðsetningar óveðursskýja, svo að hægt væri að aðvara flug- menn í tíma. Hann áleit, að það hlyti að vera unnt með því að ákvarða stefnuna til þeirra raf- hleðslna í gufuhvolfinu, sem gefa frá sér brakandi hljóð í útvarpi. Hann notaði katóðugeislarör við rannsóknir sínar. Þessi hlutur, sem við þekkjum bezt nú sem mynd- rörið í sjónvarpstæki, var á þeim tíma notað við rannsóknir á raf- geislum. Með því að notfæra sér það sem miðunartæki tókst honum að ákvarða stefnuna og fjarlægð- ina til óveðursskýja, en ómögulegt reyndist að skilja burt óviðkomandi hljóðmerki. Hann vissi, hvað nota skyldi — þau rör, sem rafiðnaður-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.