Úrval - 01.05.1970, Síða 74

Úrval - 01.05.1970, Síða 74
72 ÚRVAL inn gat látið honum í té, voru bara ekki nógu næm og höfðu of stutta endingu. En árið 1930 fékk hann rör frá gömlum vini sínum, þýzka eðlis- fræðingnum baron von Ardenne. Hann hafði sjálfur hannað rörið, sem bæði var kraftmeira og næm- ara en fyrri rör, og það gat haldið merkjunum nógu lengi til að hægt væri að mæla hljóðbilin í míkró- sekúndum. Tíu ára vonbrigði voru á enda. Og morgun einn, síðast á árinu 1932, gerðist nokkuð óvænt. Til- raunamerki, sem sent var til raf- hvolfsins (jónhvolfsins) 190 kíló- metrum yfir jörðu, sneri skyndi- lega til baka, miklu hraðar en bú- izt hafði verið við. Watson-Watt leit út um gluggann og kom auga á flugvél beint uppi yfir húsinu. Stuttbylgjurnar höfðu lent á vél- inni, og hún kastað þeim til baka að vörmu spori. Og er hún flaug áfram, skyldi hún eftir röð af ljós- blettum eða bergmáli á flúorskins- yfirborði katóðugeislarörsins, sem mynduðu lýsandi punktalínu í sömu átt og stefna vélarinnar lá í. Grundvallarhugmyndin var ekki ný af nálinni, en flestir sérfræðing- arnir álitu, að hagnýting hennar iægi enn langt undan. Watson-Watt vissi nú. að hún lá nú í seilingar- fiarlægð. Hann sá einnig fram á, að hugmyndina hlaut að vera hægt að þróa í stórmerkt flugöryggis- kerfi, sem gæti reynzt áhrifamikið vopn á stríðstímum. En það var ekki uppfinningin, sem gladdi hann. Hann var eindreginn friðarsinni, og hugsunin um að taka þátt í framleiðslu stríðsvopns fyllti hann viðbjóði. Hann ákvað að halda upp- götvun sinni leyndri. FYRSTA TILRAUNIN En eftir því sem stundir liðu reyndist honum æ erfiðara að þegja yfir uppgötvuninni. Einræðisherrar Evrópu voru farnir að láta til sín taka. Hitler, sem nú fór með völd í Þýzkalandi endurhervæddu, til- kynnti, að hann hyggðist gera öfl- ugt loftvopn. Sprengjuflugvélar gátu flogið hærra og hærra og flutt með sér sífellt meiri sprengjubirgð- ir. Forsætisráðherra Englands, Stanley Baldwin, hafði uppi þunga spádóma um verðandi stríð. Eink- um eitt, sem hann sagði, fékk Wat- son-Watt þungrar áhyggju: „Sprengjuflugvélarnar munu alltaf sleppa í gegn,“ sagði Baldwin til aðvörunar í þinginu. Á Bretlandi, þar sem engin borg er meira en sem svarar fimmtán mínútna flugi frá ströndinni, voru landvarnir byggðar á könnunar- flugi. En til þess að könnunarflugið kæmi að fullum notum, urðu vél- arnar að vera fjölmargar, og þær urðu að vera á lofti dag og nótt í alls konar veðri. Það var ógerning- ur. Einn þeirra, sem kom auga á hættuna, var prófessor H. E. Wim- peris, sem var félagi í rannsóknar- nefnd flughersins. Hann var vinur Watson-Watt, og í einkasamtali þeirra í janúar 1935 spurði hann Watson-Watt, hvort ekki fyrirfynd- ist eitthvað innan radíótækni, sem vinna mætti úr vopn gegn flugvél-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.