Úrval - 01.05.1970, Page 80

Úrval - 01.05.1970, Page 80
78 ÚRVAL andi hjúskaparslitin og skilnaðinn. Þetta var okkur að vísu óskemmti- leg reynsla, en þó fróðleg. Ég lærði mikið af þessu, en eitt það þýðing- armesta, sem ég lærði, var sú stað- reynd, að eiginmenn fara miklu verr út úr hjónaskilnuðum en flest fólk ímyndar sér. Ég vil taka það fram tafarlaust, að ég er á móti hjónaskilnuðum. Hvað þessa vini mína snertir, held ég þó, að það hafi verið eina lausn- in, þar eð sambúðin var þegar orð- in óþolandi fyrir löngu. Ég á við, að flest fólk álítur, að hjónaskiln- aður sé bara eins konar „skemmti- ferð“, hvað eiginmanninn snertir. Það sér venjulega fyrir sér hina tryggu og trúu eiginkonu, sem sparkað hefur verið burt af mis- kunnarlausum manni, sem hefur skorazt undan allri ábyrgð og skyld- um til þess að eltast við glaum og gleði í fylgd samvinnuþýðra, ungra kvenna. Flestir gera óafvitandi ráð fyrir því, að skilnaðurinn sé mann- inum að kenna. Fólk hugsar eitt- hvað á þessa leið: Hún er alveg dá- samleg persóna. Hvers vegna yfir- gaf hann hana? .... En sannleikur- inn er oft dálítið á annan veg. Skilnaður er næstum alltaf báð- um aðiljum að „kenna“, ef hann er þá nokkrum að „kenna“. Venjulega er ómögulegt að skella skuldinni á ákveðinn aðilja. Flest af því, sem við álítum, að sé orsök skilnaðar, framhjáhald hans, þrjózka hennar og geðvonzka, ruddaskapur hans, kuldalegt viðmót hennar, er bara einkenni þess, að hjónabandið hef- ur gliðnað í sundur . . . fyrir löngu. Af þessum þrem hjónaböndum, sem ég sá leysast upp, hafði verið um mikil vandræði að ræða í einu þeirra í fimm ár, áður en að skiln- aði varð. Hvað annað hjónabandið snerti, hafði slíkt ástand ríkt í heil- an áratug. Og hvað þriðja hjóna- bandið snerti, hafði slíkt ástand í rauninni ríkt allt frá byrjun. Allar þessar sex manneskjur höfðu mátt heyja langa og harða baráttu, bar- áttu, sem miðaði að því, að takast mætti að komast hjá skilnaði. — Hvern er þá hægt að ásaka? Það er ógerlegt að segja til um það, og því ætti hvorugur aðilinn að fá nokkra hegningu. En mér finnst samt, að þjóðfélagskerfi okkar hafi beinlínis leitazt ákveðið við að hegna eiginmanninum, sem skilur við konu sína. HJÓNASKILNAÐUR í BANDARÍSKUM STÍL Það er venjulega konan, sem sæk- ir formlega um skilnað. Þetta má að nokkru leyti rekja til riddara- mennsku manns hennar, en að nokkru leyti til þess, að hann getur sjaldnast dvalið nógu lengi utan heimafylkis síns til þess að fá utan- fylkisskilnað. Þannig er hann opin- berlega talinn vera hinn seki máls- aðilji. Og í sumum tilfellum tekur dómarinn tillit til „sektar" manns- ins, þegar hann ákveður lífeyri konunni til handa. Einn af þeim þrem mönnum, sem hér er um að ræða, varð að lýsa því yfir, að hann drykki óskaplega og lemdi konuna sína, sem var ósatt. Þetta varð hann samt að gera til þess að fullnægja kröfum hjónaskilnaðar- laga fylkisins.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.