Úrval - 01.05.1970, Page 91

Úrval - 01.05.1970, Page 91
88 ÚRVAL kynnzt ollum leyndardomum henn- ar“. Þar var um að ræða dimma ganga á 19 hæðum og bratta stiga, sem lágu að þúsund herbergjum, sem voru vistarverur presta, munka og stjórnmálamanna. Þarna voru bókasöfn troðfull af handskreyttum bókum, og birgðageymslur, fullar af matvælum og vopnum, dýrgrip- um Dalai Lama og gullnum tignar- merkjum hinna fornu konunga -Tí- bets. Þetta var aðsetur hins æðsta valds Tíbets, bæði andlegs og ver- aldlegs. Þarna hafði Dalai Lama og ríkisstjórn hans reynt af fremsta megna að finna leiðir til friðsam- legrar sambúðar við kínversku kommúnistana, sem höfðu ráðizt inn í land þeirra og gerzt þar hús- bændur. Morgun einn í miðjum febrúar- mánuði árið 1959 var Dalai Lama staddur í uppáhaldsherbergi sínu í Potalahöllinni. Herbergi þetta var um 25 ferfet að stærð, og voru veggirnir þaktir sögulegum mál- verkum, sem voru svo ýtarlega unnin í hinum minnstu smáatrið- um, að hver andlitsmynd var ekki nema þumlungur á hæð. Það sneri til suðurs (eins og öll þýðingarmikil herbergi í Tíbet). Þaðan var gott útsýni yfir Lhasadalinn. Um einni mílu austar gat að líta höfuðborg- ina Lhasa, og líktust húsin þar einna helzt brúðuhúsum, séð ofan frá þessari himingnæfandi höll. Dalai Lama var þá 23 ára gam- all. Hann var hár og grannur með snoðklippt, hrafnsvart hár. Hann gekk með gleraugu. vegna þess að sjón hans hafði daprazt við margra ára nám og lestur í illa upplýstum herbergjum hallarinnar. Hann var ekki aðeins mjög trúrækinn maður, heldur einnig furðulega lærður og fróður. Nú var hann að búa sig undir erfiðasta próf lífs síns, síðasta próf- ið til doktorsgráðu í háspeki. Þetta átti að verða munnlegt próf, og átti hann að verða prófaður af mestu fræðimönnum Tíbets í viðurvist þúsunda áheyrenda. Prófið átti að standa allan daginn og langt fram á nótt og skyldi taka til ýmissa við- fangsefna, svo sem „Fullkomnunar vizkunnar" og „Klausturaga". Kennarar hans beindu til hans ótal spurningum til undirbúnings þessu mikla prófi. Þegar hann var spurður: „Hvert er þýðingarmest, mannshugurinn, mannslíkaminn eða HARMLEIKURINN í TÍBET 89 mannlegt mál?“ varð hann að svara tafarlaust: „Mannshugurinn. Manns- líkaminn og mannlegt mál eru þjónar mannshugarins." Þá spurði kennarinn tafarlaust: „En er hugur þinn raunverulega til eða ekki?“ „Um það er ekkert hægt að segja,“ var þá svar Dalai Lama, „vegna þess að hann hefur enga lögun og engan lit.“ Venjulegast stóðu þessar prófæf- ingar yfir klukkustundum saman. En þennan dag endaði morgunæf- ingin snögglega, þegar sendinefnd kom til hallarinnar til þess að hafa tal af Dalai Lama. í henni voru þrír kínverskir hershöfðingjar. Hinn ungi ríkisstjórnandi vissi það af langri reynslu, að þetta yrði óskemmtilegur fundur. Formaður kínversku sendinefnd- arinnar var Tan Kuan-san hers- höfðingi, réttlínukommúnisti, 51 árs að aldri, sem hafði verið óbreyttur hermaður á hinni löngu hergöngu Mao Tse-tungs árið 1935. Helztu persónueinkenni hans voru signar axlir, gular tennur og ilmvatns- stækja. Hann var algerlega tillits- laus atvinnuhermaður og mikill drykkjumaður. Strax og sendinefndinni Hafði verið vísað inn í langa, mjóa fund- arherbergið, tók Tan hershöfðingi að bera fram ýmsar minni háttar umkvartanir. En brátt kom hann að aðalerindi sínu. Hann hafði haft samband við stjórnvöldin í Peking
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.