Úrval - 01.05.1970, Page 96

Úrval - 01.05.1970, Page 96
94 unglingsárin skyndilega á þeim aldri, þegar flestir drengir eru enn í skóla og tók aö búa sig undir að gerast leiðtogi þjóðar sinnar í bar- áttunni gegn ofurvaldi Rauða- Kína. Fyrsta verk hans var að senda beiðni til Sameinuðu þjóðanna um, að Tíbetvandamálið yrði tekið til umræðu hjá Alþjóðaráðinu. En á meðan komust kínverskar hersveit- ir svo nálægt Lhasa, að tíbetska stjórnin bað Dalai Lama að yfir- gefa borgina og setja upp bráða- birgðaríkisstjórn nálægt indversku landamærunum. Dalai Lama var al- tekinn bardagahita hins unga æsku- manns og neitaði þessu í fyrstu. En þó fór svo að lokum, að hann neydd- ist til að samþykkja þetta, þar eð hann gerði sér grein fyrir því, að Tíbetbúar álitu hann vera óskap- lega dýrmæta persónu. Nú tók að síga á ógæfuhliðina. Hvert reiðarslagið fylgdi á eftir öðru. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að „fresta“ um óákveðinn tíma öll- um umræðum um beiðni Tíbets. Þær svöruðu jafnvel ekki beiðni Dalai Lama um, að skipuð yrði Rannsóknarnefnd. Það var aðeins um eina von að ræða, eða svo fannst Dalai Lama að minnsta kosti. Hann sendi samninganefnd til Peking „gegn þeim ákveðnu skilmálum, að kínversku hersveitirnar sæktu ekki lengra inn í Tíbet“. Árangur þess- arar tilraunar var hörmulegur, því að formaður samninganefndarinnar reyndist vera svikari. Þar var um háttsettan munk einn að ræða, Ngabo að nafni. Hann undirritaði síðan hið alræmda „17 punkta sam- ÚRVAL komulag frá 1951“ án þess að til- kynna Dalai Lama það. Dalai Lama heyrði fréttir þessar í útsendingu Pekingútvarpsins. Honum brá svo, að það var sem hann hefði verið lostinn til jarðar. Hann gerði sér grein fyrir því, „að skilmálarnir voru miklu verri og þvinganir Kínverja enn hörkulegri en hann hafði nokkru sinni getað ímyndað sér“, eins og hann orðaði það síðar. í skilmálum þessum lýstu Kínverjar yfir því, að tíbetska þjóðin yrði „að snúa aftur til heild- arfjölskyldu móðurjarðarinnar — Kínverska alþýðulýðveldisins". —- Slíkt samkomulag var ógilt, nema það bæri hið mikla innsigli Tíbets, og því var eftirlíking þess innsiglis fölsuð í kínversku höfuðborginni. Dalai Lama krafðist þess nú að mega snúa aftur til Lhasa. „Kín- verskur fulltrúi“ hafði þegar setzt að í þessari höfuðborg Tíbets, og á eftir honum komu svo brátt 15.000 kínverskir hermenn. Þeir lögðu hald á eignir manna að vild, reistu herbúðir og létu greipar sópa um kornforðabúr Tíbetbúa til þess að afla fæðu handa hernum. Dalai Lama komst brátt að því, að þeir höfðu gengið svo langt í þessu efni, að „fólkið í Lhasa rambaði á barmi hungursneyðar í fyrsta skipti í manna minnum“. En illska kommúnistanna náði þó algeru hámarki í munkaklaustrun- um. Þeir sendu þúsundir munka og presta (sem nefnast ,,lama“) í nauðungarvinnubúðir. Aðrir voru lítilsvirtir opinberlega. Margir voru einnig teknir af lífi. Árásir komm-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.