Úrval - 01.05.1970, Qupperneq 99

Úrval - 01.05.1970, Qupperneq 99
HARMLEIKURINN í TÍBET 97 hafði sloppið. Nú blakti kínverski fáninn yfir Benchen. Fréttin um flótta Chime breidd- ist hratt út um Jyekundohérað. ÞaS var líkt og Khambar tækju þetta sem merki um, að þeir skyldu gera slíkt hið sama, því að nú hófst fjöldaflótti þeirra úr austurhéruð- unum. Hinn nýi konungur þeirra og heilagi leiðtogi var á leið til Lhasa. Og sama hugsun virtist grípa fjölda Khamba samtímis, því að um 20.000 manns ákvað að halda burt frá austurhéruðunum og leggja af stað í vesturátt í mörgum smáhóp- um, vestur til Lhasa. í fyrstu gekk allt vel fyrir Chime og hópnum, sem með honum var. Þeir þrömmuðu áfram dag eftir dag í rúman mánuð yfir miðhásléttuna, án þess að það drægi til alvarlegra tíðinda. Svo komu þeir að síðasta fjallgarðinum, en handan hans var Lhasa. Þeir lögðu á brattann. Uppi á tindunum, sem gnæfðu við him- in fram undan þeim, kom Chime auga á fjallastíginn, sem lá í sí- felldum bugðum. Bugðurnar bar við heiðan himininn, næsta bugða var hærri og sú þar næsta enn hærri og svo koll af kolli, þar til snjórinn tók við og þær sáust ekki lengur. Erfiðleikarnir byrjuðu fyrir al- vöru á þriðja degi þeirra í fjalls- hlíðinni. Þeir voru að klöngrast upp bratta, bugðótta gjá. Syllan, sem þeir voru á, var svo mjó, að jafn- vel leiknustu fjallgöngumennirnir héldu sér dauðahaldi í hamrana og mjökuðu sér ofur hægt upp í móti. Nokkrir jakuxar hröpuðu niður á gjárbotninn, sem var mörg þúsund fetum fyrir neðan þá. Hinum meg- in gjárinnar byrgðu himinháir fjallstindar næstum alveg fyrir alla útsýn. Þeir gátu rétt aðeins komið auga á örmjóa gráa rák hátt uppi yfir höfði sér, þar sem sást glitta í himininn. Síðan komu tvær kínverskar flugvélar skyndilega æðandi eftir gjánni, svo að vængirnir strukust næstum við hamrana. Vélbyssu- skothríð kvað við, og skothvellirnir bergmáluðu á milli hamraveggj- anna. Tugir manna, kvenna og barna steyptust niður í gjána. Skæruliðunum gafst ekki tími til að skjóta á flugvélarnar í fyrstu árásinni. En þegar flugvélarnar komu í annað sinn, gripu Khamb- arnir föstu taki um riffla sína og léttar vélbyssur. Þeir hófu skot- hríð, og þeim tókst að hitta aðra flugvélina. ,,Ég vissi ekki neitt um vélar,“ segir Chime, er hann minn- ist þessa, „en vélarhljóðið breyttist og varð að eins konar hósta. Og svo tók flugvélin að hrapa og snar- snúast eins og skotinn fugl.“ Þessi sigur Khambanna átti eftir að hafa hræðilegar afleiðingar, því að hinni flugvélinni var flogið burt tafarlaust, og fréttir bárust því strax til kínverska hernámsliðsins um atburð þennan. Þegar Chime og hópurinn, sem honum fylgdi, komst upp í fjallaskarð eitt tveim dögum síðar, biðu nokkur hundruð kín- verskir hermenn þeirra í leyni. Tí- betbúárnir voru alveg örmagna. Vopnabúnaður þeirra var lélegur, samtíningur sitt úr hverri áttinni. Og þeir stóðust því ekki Kínverj- unum snúning. Einhvern veginn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.