Úrval - 01.05.1970, Page 104

Úrval - 01.05.1970, Page 104
102 vöxnum, hvítum eskitrjám til beggja handa. Það hvíldi léttleika- blær yfir höllinni, enda var hún miklu bjartari og loftbetri en Po- talahöllin með sínum dimmu og loftillu göngum og rangölum. Það voru líka miklu meiri þægindi í Sumarhöllinni. Þar hafði Dalai Lama jafnvel baðker og salerni í vestrænum stíl. En í Potalahöllinni hafði aðeins verið um að ræða loft- lítið herbergi með opi á gólfinu, en safnþróin var svo 400 fetum neðar. Það mál, sem nú var orðið mest aðkallandi, var svar Dalai Lama við leiksýningarboði Tans hers- höfðingja. Það hafði verið lagt mjög hart að Dalai Lama að fast- ákveða einhvern vissan dag, og að lokum samþykkti hann að heim- sækja kínversku herbúðirnar þ. 10. marz. Það var ógerlegt að halda þessari fyrirætlun leyndri, og því reyndi hann að hamla á móti því, að fólk þyrptist þá saman nálægt herbúðunum, með því að lýsa því yfir, að þann dag fengi enginn að fara lengra en að steinbrúnni, en þangað náði yfirráðasvæði kín- versku herbúðanna. Þannig. vildi hann draga úr þeirri þenslu, sem fór nú dagvaxandi í höfuðborginni. En árangurinn var alveg þveröf- ugur við það, sem Dalai Lama hafði búizt við. Að nokkrum klukku- stundum liðnum flaug sá orðrómur eins og eldur í sinu um Lhasa, að Kínverjar ætluðu sér að ræna Da- lai Lama. Og því tóku þúsundir þjóðhollra Tíbetbúa að safnast sam- an fyrir utan veggi Sumarhallar- innar við sólsetur að kvöldi þ. 9. marz, Tilgangur þeirra var sá einn ÚRVAL að hindra það, að Dalai Lama kæm- ist á fund Kínverjanna. Mannfjöldinn var æstur og ákveðinn í þessari fyrirætlun sinni. Tveir kínverskir liðsforingjar komu nú að höllinni. Þeir voru með form- legt boðsbréf til handa Dalai Lama. Það lá við, að mannfjöldinn rifi þá úr jeppanum, sem þeir voru í. Kín- verskt herlið var þá sent þeim til hjálpar, en samt kostaði það all- mikil átök að koma kínversku sendimönnunum heilum á húfi inn fyrir hallarhliðin, og særðust nokkr- ir óbreyttir tíbetskir borgarar í þeirri viðureign. Ráðgjafar Dalai Lama hvöttu hann nú til þess að hætta við heim- sókn sína í kínversku herbúðirnar. En ungi ríkisstjórnandinn áleit enn, að eina leiðin til þess að friða Kín- verja væri sú að láta að óskum þeirra. Hann lýsti því yfir, að hann færi, og gekk síðan til hvílu. En ráðherrar hans ræddu málið langt fram á nótt. Það var eitt vandamál, sem þeir vildu heldur ræða án vit- undar Dalai Lama . . . sá mögu- leiki, að hann yrði að flýja. Á MILLI TVEGGJA ELDFJALLA Dalai Lama hafði nýlokið göngu sinni næsta morgun, þegar þögnin í garðinum umhverfis Sumarhöll- ina var rofin af hrópum utan hall- argarðsveggjanna. Þetta var 10. marz, dagurinn, sem hann lýsti síð- ar sem „örlagaríkasta deginum í gervallri sögu Lhasa“. Phala, gráhærði herbergisstjórinn hans, fór strax út að aðalhliðinu til þess að komast að því, hvað væri að gerast þar. Hann steig þar upp á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.