Úrval - 01.05.1970, Page 105

Úrval - 01.05.1970, Page 105
HARMLEIKURINN í TÍBET 103 pall og gægðist þaðan yfir vegginn. Hann gapti af undrun við þá sjón, sem þá blasti við honum. Mann- fjöldinn hafði nú vaxið gífurlega um nóttina, og voru þar nú saman komnir yfir 20.000 manns eða helm- ingur borgarbúa. Mannhafið virtist endalaust, og var sem það teygði sig „allt til borgarinnar". Vígorðin, sem mannfjöldinn söng hvað eftir annað, gáfu afdráttarlaust til kynna, að menn voru ákveðnir í að hindra heimsókn Dalai Lama í kínversku herbúðirnar. Það voru aðeins nokkrar klukku- stundir, þangað til búizt yrði við honum í kínversku herbúðunum. En Dalai Lama gerði sér nú grein fyrir því, að nú var útilokað, að hann reyndi að komast þangað. Strax og Kínverjar fréttu um þessa ákvörðun hans, leiddi þetta til ógn- vekjandi atburðar. Phakpala, munkur einn, sem var alþekktur fyrir stuðning sinn við málstað Kínverja, gerði augsýnilega tilraun til þess að ráða Dalai Lama af dög- um. Hann lagði af stað til Sumar- hallarinnar á reiðhjóli með skamm- byssu við belti sér, klæddur í stung- inn kínverskan jakka og bar dökk gleraugu og „rykgrímu" af þeirri gerð, sem kínverskir bifhjólamenn nota. Hann þekktist ekki vegna grímunnar, og tókst honum því að komast að aðalhliðinu á garði Sum- arhallarinnar. Þar stöðvaði vörður hann. Skyndilega reif einhver við- staddra af honum grímuna, og ein- hver hrópaði: „Þetta er svikarinn, hann Phakpala!“ Mannfjöldinn umkringdi Phak- pala. Munkurinn varð ofsahræddur og greip til skammbyssu sinnar. Einn Khambanna sveiflaði sverði sínu, Phakpala féll til jarðar, og mannfjöldinn tók til að grýta hann. Því var ekki hætt, fyrr en hann var dauður. Svo komu Ragyaparnir á vettvang, en það er útskúfað fólk, sem sér um eyðingu líka í Tíbet. Þeir bundu fætur hans sam- an og drógu hann áfram á löppun- um, en mannfjöldinn hljóp við hlið þeirra og hrópaði af fögnuði. Fréttirnar um atburð þennan komu Dalai Lama í uppnám. „Mér fannst sem ég stæði milli tveggja eldfjalla,“ segir hann, „eldfjalla, sem gætu tekið til að gjósa á hverju augnabliki." Hann vildi sefa reiði fólksins og bað því Surkhang, forsætisráðherra sinn, um að ávarpa það af pallin- um, sem er uppi yfir aðalhliði hall- argarðsins. Surkhang var snjall ræðumaður og naut mikillar virð- ingar. En enginn hreyfði sig, þegar hann bað fólkið um að snúa aftur heim til sín. Hann gaf loforð um, a§ Dalai Lama skyldi ekki fara í heimsókn til kínversku herbúðanna. En þetta virtist engin áhrif hafa. Loks hrópaði hann til fólksins: „Ef þið hafið einhverjar kvartanir fram að færa, skuluð þið velja nokkra menn sem fulltrúa ykkar. Og ég skal hleypá þeim inn í höll- ina til þess að ræða við okkur og vinna með okkur að lausn þessara mála.“ Þannig leit Frelsisnefndin dagsins Ijós. Það var örvæntingin, sem fæddi hana af sér. í henni voru um 60 verkamenn, smábændur, kaupmenn og kaupsýslumenn. Hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.