Úrval - 01.05.1970, Qupperneq 110

Úrval - 01.05.1970, Qupperneq 110
108 ÚRVAL göturnar alla nóttina. Og fyrir dög- un höfðu kínverskir skriðdrekar umkringt borgina. Kínverjar höfðu iafnframt lokað öllum aðalútgöngu- leiðum úr borginni og reist þar hindranir. Einnig höfðu þeir kom- ið fyrir vélbyssum á hernaðarlega mikilvægum stöðum, bæði til þess að kæfa alla mótspyrnu, sem brot- izt hafði út við fallbyssuskothríð- ina, og til þess að hindra mann- fjöldann við Sumarhöllina í að kom- ast undan aftur yfir Lhasadal til höfuðborgarinnar. I borginni var dómkirkjan orðin helzta virki andspyrnunnar. Þar unnu um 200 tíbetskir hermenn, 100 lögreglumenn og 300 Khambar alla nóttina, auk fjölda annarra manna og kvenna. Fólk þetta var að búa allt undir umsátur. Konurnar tróðu ullarpokum í alla glugga. Höfðu þeir verið gegnvættir til þess að gera þá skothelda. Það voru aðeins skildar eftir rifur fyrir þær 20 vél- byssur og um 10 fallbyssur, sem andspyrnumenn höfðu þar til varn- ar. Þar var um að ræða kjarna vopnabúnaðar þeirra. Úti fyrir hlið- inu við bakhlið dómkirkiunnar reis vélbyssuhreiður, sem hróflað hafði verið upp úr timbri og sandpokum. Gömlu götusteinarnir á Dómkirkju- torginu höfðu verið rifnir upp til þess að gera ytri varnarvegg, þótt af vanefnum væri. Hann var styrkt- ur með stólum, borðum og efnis- ströngum úr verzlunum Nepalkaup- manna þar í grenndinni. Og efst uppi á honum trónuðu hundruð blómapotta. I sumum voru jafnvel nýútsprungin blóm. Sá maður, sem hafði umsjón með öllum þessum framkvæmdum, hét Thondup. Hann var aðeins 28 ára að aldri og jafnframt yngsti Tíbet- búinn, sem hafði nokkru sinni skip- að opinbert embætti. Hann var hár og grannvaxinn og frábær at- orkumaður. Hann vann sleitulaust að því að koma þessu varnarkerfi á laggirnar. Það kann að þykja kaldhæðnislegt, að meðan hann var að gefa lögregluþjónum og her- mönnum skipanir, þá héldu hundr- uð lamapresta áfram sinni daglegu iðju. Þeir sökktu sér niður í helgi- rit frammi fyrir líkneskjum dóm- kirkjunnar, sem voru 2000 að tölu. Þeir ástunduðu hugleiðslu í skini þeirra þúsunda lampa, sem í dóm- kirkjunni voru, en það þurfti hvorki meira né minna en tæp 13.000 pund af smjöri vikulega til þess að halda þeim logandi. Skömmu fvrir dögun klöngraðist Thondup upp í ,,athugunarskýli“ al- veg uppi undir hinu gullna þaki dómkirkiunnar, en hærra var ekki hægt að komast í gervallri Lhasa- borg. Borgin breiddi úr sér við fæt- ur honum, og hann beindi athygli sinni að horninu á Shagyaristræti, sem er þar í nágrenninu. Þetta er breitt og rúmgott stræti, enda er það helzta stræti höfuðborgarinnar. Og í fiögurra hæða byggingu höfðu Kínverjar hreiðrað vel um sig. Þeir höfðu gert byggingu þessa að helzta virki sínu í borginni, enda var léga þess miög þýðingarmikil, þar eð það stóð við Dómkirkjutorgið. í einu horninu á þaki hússins var hópur kínverskra hermanna að laga sér morgunverð. Þeir virtust í bezta skapi. Thondup gat virt þá fyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.