Úrval - 01.05.1970, Side 118

Úrval - 01.05.1970, Side 118
116 ÚRVAL Samkvæmt frásögn manns eins, sem lifði blóðbað þetta af, var allt dómkirkjutorgið einn orrustuvöll- ur, þar sem ríkti alger ringulreið. Stólar, borð, loftbitar og múrstein- ar höfðu verið rifnir úr húsunum og götusteinar upp úr strætunum til þess að gera úr þessu virki. Kúlurnar þutu í allar áttir. Jafn- vel fyrstu gulu blómin á gömlu, helgu grátviðarhríslunum tveim fyrir framan dómkirkjuna féllu nú hvert af öðru, er kúlurnar skullu á þeim. (Tré þessi voru álitin hafa sprottið upp af hári Buddha). Eitt sinn klifraði Thondup aftur upp undir þak dómkirkjunnar til þess að slökkva lítinn eld, sem þar hafði kviknað. Þaðan gat hann séð, hversu ógnvekjandi hefndaraðgerðir Kínverja voru gegn Tíbetbúum. En samt var sem ekkert fengi yfirbug- að landa hans. Þeir réðust gegn röðum kínversku hermannanna al- gerlega óttalausir, að því er virt- ist. „Hefði ég bara getað komið skila- boðum til þeirra um, hvað gera skyldi,“ sagði hann, „þá hefði verið hægt að vinna hverja orrustuna á fætur annarri." En það var ekki um neinar samræmdar aðgerðir að ræða. Enginn gat sagt fyrir um, hvað mundi gerast næsta hálftím- ann í næstu götu eða jafnvel næsta húsi. Það var aðeins eitt, sem var alveg öruggt . . . lokaósigur Tíbet- búa. Þegar komið var fram að hádegi, komu Kínverjar á vettvang með brynvarðar bifreiðir til þess að bjarga skriðdrekunum tveim, sem eftir voru. Svo fóru þeir að skjóta inn í mannfjöldann af algeru til- litsleysi. Hundruð manna hnigu niður, er skriðdrekarnir tóku að mjakast í áttina til dómkirkjunn- ar. Aðrir flýðu burt undan þessari árás, þar eð hugrekki þeirra var ekki lengur nægilegur skjöldur gegn hinni miskunnarlausu skothríð. Thondup, sem var inni í dóm- kirkjunni, gerði sér nú grein fyrir því, að komið var að endalokun- um. Dómkirkjan sjálf var nú að nokkru leyti hrunin. Thondup hafði komizt . undan með naumindum, þegar Gurgur kippti honum til hliðar, er bjálki var í þann veginn að falla beint ofan á hann. Þeir Thondup og Gurgur voru enn að brenna opinberum ríkisskjölum, þegar Thondup heyrði brothljóð í timbri. Kínverjarnir voru að aka skriðdrekunum á framhliðin. Hann hljóp frá skjölunum, sem enn voru óbrennd, og sagði Gurgur að taka til fótanna. Þeir hlupu í áttina til akranna í vestri og kvikmynda- hússins handán borgarmúranna, en það var enn í höndum Tíbetbúa. Klukkan tvö var skothríðinni hætt. Og eldarnir, sem brunnu í mörgum smágötum, höfðu þá ver- ið slökktir. Enn voru að vísu eftir smáhópar Tíbetbúa, sem vildu ólm- ir halda áfram að berjast. Þar mætti fyrst nefna 200 Khamba, sem höfðu búið um sig í kvikmyndahúsinu. En þeir höfðu bara ekki neina óvini til þess að berjast við, því að Kín- verjar virtust hafa gufað upp af götunum. Svo tóku hátalarar að glymja um gervalla borgina. Rödd Tans hers- höfðingja skipaði öllum að leggja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.