Goðasteinn - 01.03.1969, Page 5

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 5
Æviminningar Klemenzar Kr. Kristjánssonar I. kafli Æska og uppvöxtur Eftir beiðni vinar míns Jóns R. Hjálmarssonar, skólastjóra, rita ég þessar minningar um æviferil minn, og verður hér stiklað á þvi helzta, er skipt hefur mestu máli í lífi mínu og starfi. Er þá fyrst frá því að greina, hvaðan ég er kominn, og hvar ég leit fyrst Ijós tilveru minnar. Annars var ég mjög undrandi yfir því, þegar ég man fyrst eftir mér, að ég skyldi vera kominn inn í þessa einkenni- lcgu veröld, og er ekki laust við að slíkar tilfinningar bendi til I einhverrar fortilveru. Foreldrar mínir voru hjónin Júdid Þorsteinsdóttir frá Efri-Mið- vík og Bárður Kristján Guðmundsson frá Sléttu í Sléttuhreppi í , Norður-ísafjarðarsýslu. Bæði voru þau komin af bændaættum þar í sveit. Ekki var algengt þá, að ungt fólk færi til skólagöngu í önnur héruð. en þó var það svo, að móðir mín gekk á Kvenna- skólann í Ytri-Ey í Húnavatnssýslu, og faðir minn varð útskrifaður búfræðingur frá Ólafsdal. Árið 1892 eða '93 byrjuðu þau búskap í Þverdal í Sléttuhreppi og þar var ég fæddur á krossmessunni, 14. , maí 1895. Líklega 1896 eða '97 fluttust foreldrar mínir frá Þverdal Godasteinn 3 t

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.