Goðasteinn - 01.03.1969, Page 7
elsínu í fyrsta skipti. Hana gáfu mér skipsmenn, sem ég skildi ekki.
Er mér minnisstætt, hvað hásetarnir voru mér góðir. Til Reykja-
víkur kom ég eftir rúmlega tvo daga og tók faðir minn á móti mér,
en stúlka að vestan hafði fylgt mér og annazt mig á leiðinni suður.
I Reykjavík var ég í þrjár vikur og fannst þar heldur leiðinlegt.
Reykjavíkurstrákarnir léku mig oft illa, þennan útkjálkadreng. Mun-
aði mjóu eitt sinn á Völundarbryggju, að ævi mín yrði ekki lengri,
því að þar fór ég í sjóinn og var bjargað á síðustu stundu og hafði
drukkið talsvert af sjó. Sennilega hafa félagarnir narrað mig helzt
til mikið. Lengi eftir þetta var mér fremur illa við Reykjavík og
strákana þar, er voru sannarlega hrekkjóttir, þegar útkjálkastrákur
átti í hlut.
I byrjun júní lagði ég af stað með tveim flutningskerrum og
tveim mönnum, er áttu að sjá um mig austur í Hveragerði, en þar
var þá engin bygging önnur en ullarverksmiðjan við ána. Það fyrir-
tæki lagðist niður eftir nokkur ár vegna óhappa og erfiðleika.
Næsti áfangi var austur að Skeggjastöðum, þar sem gist var, en
svo var ekki vagnfært lengra í þann tíð. Varð svo að fara á hest-
um upp Skeið og til Bræðratungu. Ekki fékk ég sérstakan reið-
skjóta, en var settur ofan á milli klyfja. Þótti slíkt hæfilegt í þá
daga, en ég man alltaf, hvað mér þóttu skiptin slæm frá því að
sitja á vagni.
1 Bræðratungu var þá tvíbýli á aðaljörðinni, austurbær og vestur-
bær. í vesturbænum var fjölmennt heimili, fjórir bræður, tveir ung-
lingar og fjórir kvenmenn. Pabbi hafði austurjörðina og var þar
illa hýst og mun verr en í vesturbænum. Faðir minn hafði keypt
Bræðratungutorfuna, sem svo var kölluð. Voru það átta jarðir,
Borgarholt, Krókur, Galtalækur, Ásakot, Fjósakot, Halakot og svo
Bræðratungan, tvær jarðir.
Búskapur föður míns var ekki fjölbreyttur, því að hann bjó aðal-
lega með kýr og geldneyti. Sauðfé hafði hann ekkert, en það var
þá talsvert margt á öðrum jörðum torfunnar. Þetta var gamalt
höfuðból og hafði góð skilyrði til heyöflunar. Túnið var að vísu
allt þýft, en svo var hið fræga Pollengi niður við Tungufljót, blautt
land með stórvaxinni gulstör. Var víst algengt, að meðalmaður
losaði þar þrjátíu hesta á dag, en eftirvinnan var oftast mikil og
Goðasteinn