Goðasteinn - 01.03.1969, Page 8

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 8
erfið. En ef heppnaðist með verkun gulstararinnar, var hún ágætt ióður, og kýrnar voru hafðar á henni fyrri hluta sumars og mjólk- uðu vel. Búskapur föður míns í Bræðratungu stóð aðeins í tvö ár, þvi að á öðru árinu kom Einar Benediktsson skáld og þá sýslumaður Rangæinga og keypti alla torfuna á 12 þúsund krónur. Var um talað að pabbi ræki þar bú fyrir hann, en Einar ætlaði að láta gera miklar umbætur á jörðinni, ræsa fram Pollengið og hefja áveitur. Man ég eftir því, að Guðjón heitinn Guðmundsson ráðunautur kom til að athuga íandið og gera áætlun um framkvæmdir. En þetta urðu aldrei annað en áætlanir. Einar seldi síðar Bræðra- tunguna dönskum manni á 50 þúsund krónur, eftir því sem ég fékk seinna að vita. Starf mitt í Bræðratungu var þessi sumur einkum að fara með heybandslest, fjóra til fimm í taumi. Var ég stundum að keppast við að fara einni til tveimur ferðum fleiri en Vesturbæjarmenn og tékst það með því að fara hratt aðra leiðina. Pabbi byggði bæði fjós og íbúðarhús þessi tvö ár, sem hann bjó í Bræðratungu. Árið 1904 kvæntist hann heitkonu sinni, Guðrúnu Vigdísi Guðmunds- dóttur frá Ánanaustum við Reykjavík. Hún var kaupstaðarstúlka, en reyndist ágætlega vel hæf til bústarfa. Eftir að pabbi hætti við áætlaðar framkvæmdir og seldi jörðina, fluttist hann með stjúpu mína og mig suður á Álftanes á jörðina Brekku. Þar bjó hann í tæpt ár, cg þaðan lá leiðin til Reykjavíkur snemma vors 1906. Sumarið 1905 var ég notaður til að flytja mjólkina frá Brekku til Hafnarfjarðar, þar sem hún var seld á 16 aura lítrinn. Við höfð- um fimm mjólkandi kýr og þær mjólkuðu vel, því að helmingur túnsins var notaður til beitar. Þegar haustaði, hafði heyskapurinn aðeins orðið fyrir þrjár kýr, svo að tvær varð að fella. Einnig voru tveir reiðhestar á búinu, sem varð að gefa. Ég kunni vel við mig á Brekku og kveið fyrir Reykjavíkurverunni vegna fyrri kvnna, sem þó reyndist ástæðulaust, því að mér líkaði ágætlega við Reykja- víkurstrákana, þegar ég fór að vera þar til langframa. Þó saknaði ég sveitalífsins, því að í sveitinni kunni ég alltaf bezt við mig. Vorið 1906 var ég orðinn n ára og hafði ekki gengið á neinn skóla, en var þó orðinn læs. Næsta vetur var ákveðið að ég fengi 6 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.