Goðasteinn - 01.03.1969, Síða 8

Goðasteinn - 01.03.1969, Síða 8
erfið. En ef heppnaðist með verkun gulstararinnar, var hún ágætt ióður, og kýrnar voru hafðar á henni fyrri hluta sumars og mjólk- uðu vel. Búskapur föður míns í Bræðratungu stóð aðeins í tvö ár, þvi að á öðru árinu kom Einar Benediktsson skáld og þá sýslumaður Rangæinga og keypti alla torfuna á 12 þúsund krónur. Var um talað að pabbi ræki þar bú fyrir hann, en Einar ætlaði að láta gera miklar umbætur á jörðinni, ræsa fram Pollengið og hefja áveitur. Man ég eftir því, að Guðjón heitinn Guðmundsson ráðunautur kom til að athuga íandið og gera áætlun um framkvæmdir. En þetta urðu aldrei annað en áætlanir. Einar seldi síðar Bræðra- tunguna dönskum manni á 50 þúsund krónur, eftir því sem ég fékk seinna að vita. Starf mitt í Bræðratungu var þessi sumur einkum að fara með heybandslest, fjóra til fimm í taumi. Var ég stundum að keppast við að fara einni til tveimur ferðum fleiri en Vesturbæjarmenn og tékst það með því að fara hratt aðra leiðina. Pabbi byggði bæði fjós og íbúðarhús þessi tvö ár, sem hann bjó í Bræðratungu. Árið 1904 kvæntist hann heitkonu sinni, Guðrúnu Vigdísi Guðmunds- dóttur frá Ánanaustum við Reykjavík. Hún var kaupstaðarstúlka, en reyndist ágætlega vel hæf til bústarfa. Eftir að pabbi hætti við áætlaðar framkvæmdir og seldi jörðina, fluttist hann með stjúpu mína og mig suður á Álftanes á jörðina Brekku. Þar bjó hann í tæpt ár, cg þaðan lá leiðin til Reykjavíkur snemma vors 1906. Sumarið 1905 var ég notaður til að flytja mjólkina frá Brekku til Hafnarfjarðar, þar sem hún var seld á 16 aura lítrinn. Við höfð- um fimm mjólkandi kýr og þær mjólkuðu vel, því að helmingur túnsins var notaður til beitar. Þegar haustaði, hafði heyskapurinn aðeins orðið fyrir þrjár kýr, svo að tvær varð að fella. Einnig voru tveir reiðhestar á búinu, sem varð að gefa. Ég kunni vel við mig á Brekku og kveið fyrir Reykjavíkurverunni vegna fyrri kvnna, sem þó reyndist ástæðulaust, því að mér líkaði ágætlega við Reykja- víkurstrákana, þegar ég fór að vera þar til langframa. Þó saknaði ég sveitalífsins, því að í sveitinni kunni ég alltaf bezt við mig. Vorið 1906 var ég orðinn n ára og hafði ekki gengið á neinn skóla, en var þó orðinn læs. Næsta vetur var ákveðið að ég fengi 6 Godasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.