Goðasteinn - 01.03.1969, Side 10
um Jónsmessuna, að Sumarliðabæ í Holtum. Þar bjuggu þá þrír
bræður, Sigurður, Tómas og Brynjólfur Þórðarsynir hins ''terka.
Var faðir þeirra þá látinn fyrir tveim árum. Þarna smalaði ég kvía-
ánum um sumarið og var við snúninga. Einnig lærði ég að fara
með orf og byrjaði að slá á útengi. Tún mátti ég ekki slá fyrra
sumarið, en þarna var ég sumurin 1908 og 1909 og líkaði ágætlega.
Vorið 1909 fór Brynjólfur til búskapar út í Grímsnes, en Tómas að
Hamrahól. Elzti bróðirinn, Sigurður, tók einn við búskapnum í
Sumarliðabæ, þá nýkvæntur. Venja var að smala ánum ríðandi,
því að nóg var af hrossum. En þegar leið á sumar, mátti ekki taka
hest til smalamennsku. Oft fór ég berfættur til að smala, og þótti
mér þá stundum kalt á morgnana, einkum ef hrím var á jörð. Man
ég eftir því, að þá sagði Sigurður við mig: „Taktu hann Fálka
minn,“ en það var reiðhestur hans, grár að lit, og hæfilega vilj-
ugur fyrir mig. Oft lánaði hann mér klárinn, þegar hrím var á
jörðu, og sýndi mér á þann hátt velvilja og hjálpsemi. Fyrir þetta
var ég honum þakklátur. Sigurður missti heilsuna og dó á útmán-
uðum 1916 frá konu og börnum.
Á Sumarliðabæ var tvíbýli og var ég í neðri bænum. 1 efri bæn-
um voru þá uppvaxin börn. Kynntist ég þar Helga Hannessyni og
urðum við góðir kunningjar og höfum verið það æ síðan. Eftir að
ég kom austur að Sámsstöðum, varð hann kaupfélagsstjóri á Rauða-
læk. Hafði ég töluverð verzlunarviðskipti við hann, meðan hann
réði þar ríkjum.
Haustið 1908 fór ég í Barnaskóla Reykjavíkur og í 5. bekk, eftir
að hafa verið prófaður í lestri og öðrum greinum. Dvöl mín þar
varð þó aðeins einn vetur, því að um vorið 1909 fermdist ég í
Dómkirkjunni. I þessum skóla gekk námið allvel, því að ég var
fyrir ofan miðjan 30 nemenda bekk á vorprófi. Ég var dálítið
frjálslegur í athöfnum fyrst eftir að ég kom í skólann og vildi
gjarnan vera úti. Kom það fyrir einu sinni, að ég villtist út á
Tjörn á skauta í stað þess að fara í skólann. Komst þetta upp og
fékk ég 45 stiga nótu fyrir vanrækslu í skólanum. Féll mér það illa
að verða næstneðstur á miðsvetrarprófi vegna einnar skautaferð-
ar, en þetta varð til þess, að ég bætti um breytni og stundaði nám-
ið betur en áður. Um sumarið var ég smali á Sumarliðabæ eins
8
Goðasteinn