Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 10

Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 10
um Jónsmessuna, að Sumarliðabæ í Holtum. Þar bjuggu þá þrír bræður, Sigurður, Tómas og Brynjólfur Þórðarsynir hins ''terka. Var faðir þeirra þá látinn fyrir tveim árum. Þarna smalaði ég kvía- ánum um sumarið og var við snúninga. Einnig lærði ég að fara með orf og byrjaði að slá á útengi. Tún mátti ég ekki slá fyrra sumarið, en þarna var ég sumurin 1908 og 1909 og líkaði ágætlega. Vorið 1909 fór Brynjólfur til búskapar út í Grímsnes, en Tómas að Hamrahól. Elzti bróðirinn, Sigurður, tók einn við búskapnum í Sumarliðabæ, þá nýkvæntur. Venja var að smala ánum ríðandi, því að nóg var af hrossum. En þegar leið á sumar, mátti ekki taka hest til smalamennsku. Oft fór ég berfættur til að smala, og þótti mér þá stundum kalt á morgnana, einkum ef hrím var á jörð. Man ég eftir því, að þá sagði Sigurður við mig: „Taktu hann Fálka minn,“ en það var reiðhestur hans, grár að lit, og hæfilega vilj- ugur fyrir mig. Oft lánaði hann mér klárinn, þegar hrím var á jörðu, og sýndi mér á þann hátt velvilja og hjálpsemi. Fyrir þetta var ég honum þakklátur. Sigurður missti heilsuna og dó á útmán- uðum 1916 frá konu og börnum. Á Sumarliðabæ var tvíbýli og var ég í neðri bænum. 1 efri bæn- um voru þá uppvaxin börn. Kynntist ég þar Helga Hannessyni og urðum við góðir kunningjar og höfum verið það æ síðan. Eftir að ég kom austur að Sámsstöðum, varð hann kaupfélagsstjóri á Rauða- læk. Hafði ég töluverð verzlunarviðskipti við hann, meðan hann réði þar ríkjum. Haustið 1908 fór ég í Barnaskóla Reykjavíkur og í 5. bekk, eftir að hafa verið prófaður í lestri og öðrum greinum. Dvöl mín þar varð þó aðeins einn vetur, því að um vorið 1909 fermdist ég í Dómkirkjunni. I þessum skóla gekk námið allvel, því að ég var fyrir ofan miðjan 30 nemenda bekk á vorprófi. Ég var dálítið frjálslegur í athöfnum fyrst eftir að ég kom í skólann og vildi gjarnan vera úti. Kom það fyrir einu sinni, að ég villtist út á Tjörn á skauta í stað þess að fara í skólann. Komst þetta upp og fékk ég 45 stiga nótu fyrir vanrækslu í skólanum. Féll mér það illa að verða næstneðstur á miðsvetrarprófi vegna einnar skautaferð- ar, en þetta varð til þess, að ég bætti um breytni og stundaði nám- ið betur en áður. Um sumarið var ég smali á Sumarliðabæ eins 8 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.