Goðasteinn - 01.03.1969, Page 11

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 11
og fyrr var getið. Veturinn 1909-10 var ég í Reykjavík og hafði hug á að komast í Menntaskólann, en vantaði kennara til að undir- búa mig fyrir prófið. Fór það svo, sakir ónógs undirhúnings, að ég féll á prófinu og var þar með lokið lærdómsframa mínum í bili. Sumarið 1910 var ég smali á Felli í Biskupstungum og leið mér þar vel. Um haustið og veturinn eftir stundaði ég vinnu í Viðey við fiskþvott og síðar í fiskþurrkhúsi H. P. Duus í Reykjavík. Féll mér sú vinna miklu verr en sveitavinna. Kaupið var þá 15 aurar um tímann og unnið venjulega í ellefu stundir á dag. Stundum var unnið lengur, eða eftirvinna, en tímakaupið var þó ekkert hærra en í dagvinnunni. Um vorið 1911 réði faðir minn mig til Gísla Hjálmarssonar út- gerðarmanns á Norðfirði og þar var ég við fiskaðgerð og beitingar- störf fram í nóvember um haustið. Var þetta oft erfið vinna og langur vinnutími. Kaupið var 20 krónur á mánuði auk uppihalds, fæðis og húsaskjóls. Ég kunni vel við mig þarna, þótt fæðið væri mjög einhæft, alltaf nýr fiskur alla virka daga og oftast smáþorsk- ur. Kjöt var á sunnudögum, en ekki valið af betri endanum. Var það íslenzkt kindakjöt, er skilað hafði verið frá Noregi, og ekki laust við að vera lágnað. Gísli útgerðarmaður var duglegur, en talinn var hann vinnuharður eins og sagt var um Konráð bróður hans í Mjóafirði. Um miðjan nóvember fór ég með gufuskipinu „Mjölni“ til Reykjavíkur. Um vorið hafði faðir minn gerzt timburmaður á norsku flutningaskipi og var á því allt til hausts, en dvaldi því næst í Noregi til vorsins 1912. Þegar ég kom heim, voru ástæður þar ekki góðar, svo að kaup það, sem ég kom með, kringum 100 krónur, kom í góðar þarfir. En ekki fékk ég neitt að gera, þótt útgerð væri þá í uppgangi. Ég þurfti þó að vinna fyrir mér. Dálítið var þá um byggingarframkvæmdir í bænum og talsvert notað af mulningi, þ. e. smámulinn grásteinn. Ég tók mér því fyrir hendur að mylja grjót og setti mulningarstöð mína niður við suðurenda Óðinsgötu, því að nokkuð var af viðráðanlegu grjóti þar nálægt. Sótti ég þessa vinnu af kappi og urðu afköstin að meðaltali 4-5 tunnur á dag. Tunnan var seld á tuttugu og fimm aura, svo að dag- kaupið varð því rúmlega ein króna. Ég minnist þess, að gamli Godaste'mn 9

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.