Goðasteinn - 01.03.1969, Síða 11

Goðasteinn - 01.03.1969, Síða 11
og fyrr var getið. Veturinn 1909-10 var ég í Reykjavík og hafði hug á að komast í Menntaskólann, en vantaði kennara til að undir- búa mig fyrir prófið. Fór það svo, sakir ónógs undirhúnings, að ég féll á prófinu og var þar með lokið lærdómsframa mínum í bili. Sumarið 1910 var ég smali á Felli í Biskupstungum og leið mér þar vel. Um haustið og veturinn eftir stundaði ég vinnu í Viðey við fiskþvott og síðar í fiskþurrkhúsi H. P. Duus í Reykjavík. Féll mér sú vinna miklu verr en sveitavinna. Kaupið var þá 15 aurar um tímann og unnið venjulega í ellefu stundir á dag. Stundum var unnið lengur, eða eftirvinna, en tímakaupið var þó ekkert hærra en í dagvinnunni. Um vorið 1911 réði faðir minn mig til Gísla Hjálmarssonar út- gerðarmanns á Norðfirði og þar var ég við fiskaðgerð og beitingar- störf fram í nóvember um haustið. Var þetta oft erfið vinna og langur vinnutími. Kaupið var 20 krónur á mánuði auk uppihalds, fæðis og húsaskjóls. Ég kunni vel við mig þarna, þótt fæðið væri mjög einhæft, alltaf nýr fiskur alla virka daga og oftast smáþorsk- ur. Kjöt var á sunnudögum, en ekki valið af betri endanum. Var það íslenzkt kindakjöt, er skilað hafði verið frá Noregi, og ekki laust við að vera lágnað. Gísli útgerðarmaður var duglegur, en talinn var hann vinnuharður eins og sagt var um Konráð bróður hans í Mjóafirði. Um miðjan nóvember fór ég með gufuskipinu „Mjölni“ til Reykjavíkur. Um vorið hafði faðir minn gerzt timburmaður á norsku flutningaskipi og var á því allt til hausts, en dvaldi því næst í Noregi til vorsins 1912. Þegar ég kom heim, voru ástæður þar ekki góðar, svo að kaup það, sem ég kom með, kringum 100 krónur, kom í góðar þarfir. En ekki fékk ég neitt að gera, þótt útgerð væri þá í uppgangi. Ég þurfti þó að vinna fyrir mér. Dálítið var þá um byggingarframkvæmdir í bænum og talsvert notað af mulningi, þ. e. smámulinn grásteinn. Ég tók mér því fyrir hendur að mylja grjót og setti mulningarstöð mína niður við suðurenda Óðinsgötu, því að nokkuð var af viðráðanlegu grjóti þar nálægt. Sótti ég þessa vinnu af kappi og urðu afköstin að meðaltali 4-5 tunnur á dag. Tunnan var seld á tuttugu og fimm aura, svo að dag- kaupið varð því rúmlega ein króna. Ég minnist þess, að gamli Godaste'mn 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.