Goðasteinn - 01.03.1969, Side 12

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 12
íandshöfðinginn, Magnús átephcnsén, tók sér niórgungöngu upp í Hoit eins og það var kallað. Kom hann oft til mín og ræddi við mig um þessa vinnu. í eitt skipti kom hann til mín í kafaldsfjúki. Var ég að störfum, þótt veður væri ekki gott, því að lítt mátti slaka á vinnunni. Hann undraðist yfir því, að ég svona lítill skyldi mylja grjót í illviðri. Sagði ég honum þá, að ég hefði sett mér það mark að ljúka að meðaltali 4-5 tunnum á dag. Sagði Magnús þá við mig: „Já, drengur minn. Þú crt kappsfullur og ég held, að þú verðir einhvern tíma liðtækur.‘“ Fannst mér þetta góð viðurkenn- ing og spá frá þessum merka manni. Hygg ég að þessi ummæli hafi örvað mig til að duga sem bezt við það, er ég seinna tók mér fyrir hendur. Afraksturinn af vinnu minni, mulninginn, seldi ég Reykjavíkur- bæ á 25 aura tunnuna eins og fyrr sagði. Þegar líða tók fram í febrúar, buðust mér þrjátíu aurar hjá öðrum aðila. Þá um vorið 1912 hafði Sveinn Sveinsson snikkari, sem oft gekk undir nafninu biskupsbróðir, byrjað á smíði húss fyrir Björn Jónsson ráðherra. Var það Sveinn, sem keypti allan minn mulning á 30 aura tunn- una og þýddi það vitanlega hækkað kaup fyrir mig. I þetta hús, sem nefnt var Staðarstaður, framleiddi ég allan mulninginn. Oft hef ég hugsað um það, þegar ég hef gengið fram hjá þessum stað, að ég hafi lagt af mörkum töluvert erfiði við að koma honum upp. Þegar kom fram um miðjan apríl 1912, falaðist ég eftir vinnu hjá Reykjavíkurbæ og fékk hana. Var ég aðallega kúskur, því að þá voru ekki notuð önnur flutningatæki en einækiskerrur. Ók ég fyrst möl til ýmissa byggingaframkvæmda. Þá var læknum hjá Tjörninni lokað og steypt víð og lokuð renna frá Tjörn til sjávar. Þurfti þar að aka miklu að og frá og var ég við þessa vinnu fram í miðjan júní, en þá var mér sagt upp, án þess að ég vissi um orsökina. Við þetta varð ég að una og fór þá að leita mér atvinnu annars staðar. Faðir minn hafði komið heim til íslands síðast í maí og tók þá við forstöðu heimilisins, sem ekki var stórt, aðeins Sverrir bróðir og móðir hans. Ég var þá orðinn 17 ára og varð að vinna fyrir mér. Vissi ég varla, hvað taka skyldi fyrir, og var heldur ekki úr mörgu að velja. En ég var laus og liðugur og taldi bezt eins og á stóð að fara í 10 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.