Goðasteinn - 01.03.1969, Page 17

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 17
Brynjólfur Úlfarsson í Stóru-Mörk: Um skóg og skógarferðir Birkiskógar á íslandi hafa verið nytjaðir allt frá landnámstíð, til kolagerðar, eldiviðar, húsagerðar og ýmissa búshluta. Mér eru í minni nokkrir hlutir smíðaðir úr íslenzku birki, svo sem klyfberar, taðkvíslar og heykrókasköft. 1 spunarokka var birki nokkuð notað. Heymeisa sá ég, sem eingöngu voru úr birki. Á húsþekjur var birki nokkuð mikið notað. Mér er það undrunarefni nú, hvað þökin gátu haldið vatninu vel úti, jafnvel í stórrigningum, þegar þau voru nógu slétt og risið gott (bratt). Birkiviður var notaður kring- um útihey í görðum, í senn til að verja þau veðrum og ágangi bú- fjár. Hann var cinnig notaður í sófla, til að sópa með bæjargólf og hreinsa í kringum hey um gjafatíma. Líka mætti minnast á vöndinn, sem hafður var til að ógna krökkum með. Ég þekkti eitt heimili, þar sem vöndurinn var látinn standa í einu rúmshorninu hjá hús- freyju, en minnist þess ekki, að hann væri látinn gegna því hlut- verki, sem hann í upphafi var ætlaður til. Þcgar þetta er hugleitt, er ekkert undur, þó menn hafi lagt nokk- urt kapp á að afla skógar. Eftir að skógræktarstjóri var skipaður, fór þetta nokkuð að breytast. Hann sá fljótt nauðsyn þess, að grisja skógana í stærri stíl og undir betra eftirliti. Var þá hin forna regla niðurlögð í Fljótshlíð, þar sem ég þekkti bezt til, að deila skóg niður á jarðir. Fór tala hestburða af skógi eftir jarðastærð. Skógur á Þórsmörk var um skeið nýttur í stærri stíl, þegar farið var að grisja hann. Nokkuð var ég við grisjun skóga á Þórsmörk, sem framkvæmd var undir stjórn Kofoed Hansen skógræktarstjóra og Einars Sæ- Goðasteinn 15

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.