Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 22

Goðasteinn - 01.03.1969, Qupperneq 22
Grafarmennirnir Árin 1914-19 var ég vinnumaður hjá Guðmundi Guðfinnssyni lækni á Stórólfshvoli. Þá var í Hvolssókn vísir að söngfélagi. Stýrði því Steinunn Sveinsdóttir á Moshvoli. Hún var organisti í Hvols- kirkju og spilaði og söng ágætlega. Söngæfingar fóru fram á vetrar- kvöldum á tímanum 7-10, heima hjá Steinunni. Komum við þar saman nokkrir piltar. Einkum var það fyrir hátíðir og messudaga á Hvoli, að æfingar fóru fram. Fékk Steinunn hjá presti sálma- númer, sem syngja átti næsta messudag. Nú er það einu sinni, er ég kem frá söngæfingu á Moshvoli, að ég geng yfir kirkjugarðshornið á Hvoli. Verður mér þá litið norður fyrir kirkju, dyramegin. Sé ég þá hvar tveir menn eru þar að taka gröf. Eru þeir komnir svo sem hnédýpt niður. Veðri var svo háttað, að loft var skýjað og tungl óð í skýjum. Sá ég því eigi glöggt, hverjir mennirnir voru. En í þessu lítur annar maðurinn upp, og þekki ég þá, að þetta er Ingimundur bóndi í Króktúni, en hann var einmitt vanur að taka grafir í Hvolskirkjugarði. Sé ég nú, að ekki er allt með felldu og flýti mér sem mest ég má í bæinn. Er ég kem inn í húsið, spyr læknisfrúin, hvað að mér gangi, því ég sé svo fölur. Ég læt lítið yfir því, en segi, að ekki muni líða á löngu, þar til jarðað verði í kirkjugarðinum á Hvoli og tiltók stað- inn. Nú líður svo veturinn, að ekki er grafið í garðinum, þar sem ég sá grafarmennina. Um vorið eftir (1919) fór ég að búa í Snjallsteinshöfðahjáleigu. Um haustið fór ég í fyrstu Hvolsrétt að vitja kinda minna. I rétt- unum veiktist Ingimundur í Króktúni af heiftugri lungnabólgu og var dauður innan fárra daga. Ég var við jarðarför hans, og nú sá ég, að rættist sýnin frá vetrinum áður. Ingimundur hafði tekið sína eigin gröf. Höggið á rúmstokkinn Á Hvoli var sú venja, að á sumrum, er fólk var þar flest, sváfu piltar úti á lofti í sjúkraskýli, sem var þar á staðnum. Var slegið 20 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.