Goðasteinn - 01.03.1969, Side 26

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 26
ferðina síðast í janúar, því að á Kyndilmessu (2. febrúar) skyldi hver háseti kominn að sínum keip. Áður en Halldór fór að heiman, var hann sammæltur þeim bræðrum Guðfinni og Daníel frá Akbraut í Holtum. Hittust þeir við Þjórsártún. Er þeir komu út að Tryggvaskála við Ölfusá, bættust í hópinn nokkrir Hreppamenn, sem einnig ætluðu að róa í Grindavík um veturinn. Segir nú ekki af ferðum þeirra, fyrr en þeir komu þreyttir og göngumóðir að Krýsuvík. Það var að kvöldi þriðja dags fararinn- ar. Þarna beiðast þeir gistingar og var hún veitt. Þá bjó í Krýsuvík Jón Magnússon. Margt fólk var þar í heimili og margir næturgestir, og var þröngt setið og þröngt legið um nóttina. Allir fengu þó næturgestir rúm. Sofnuðu þcir skjótt, er þeir höfðu etið af nesti sínu og fengið sér kaffi til hressingar. Bárust þeir fljótt inn í drauma- löndin, svo sem títt er um þreytta menn og ferðlúna. Rekkjunautur Halldórs Teitssonar var unglingsmaður úr Hrepp- um. Ekki mundi Halldór nafn hans. Ekki höfðu þeir félagar lengi sofið, er Halldór tók að láta illa í svefni. Gerðu félagar hans tii- raun til að vekja hann, en það ætíaði að ganga illa, þar til þeir tóku það ráð að velta honum fram úr rúminu. Vaknaði hann loks við það, að hann féll á gólfið. Var Halldór mjög dasaður, svo sem eftir martröð, og óglatt mjög. Bað hann um vatn að drekka og var vísað á vatnsfötu frammi á ganginum á húsi því, er þeir sváfu í. Staulaðist Halldór þangað og svalg vatnið. Leitaði hann síðan dyra til að ná sér í ferskt loft, ef verða mætti, að ógleðin vildi líða frá, en á því varð bið. Eftir nokkra stund staulaðist Halldór til rúms síns og reyndi að sofna, en góð stund leið þar til hann festi blund. Ekki gat Halidór þess við félaga sína, hvað hann hefði dreymt; taldi rétt að láta það bíða morgundagsins. Mundi hann þó vel drauminn. Næsta dag héldu þeir félagar áfram ferð sinni og komu til Grindavíkur um kvöldið. Á leiðinni frá Krýsuvík til Grindavíkur er steinn einn mikill, sem Drykkjarsteinn nefnist. Þar var venja göngu- manna að nema staðar og hvílast. Það gerðu þeir félagar. Hófu þeir þá að spyrja Halldór, hvað hann hefði dreymt um nóttina, svo herfi- lega sem hann hefði látið. 24 Godasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.