Goðasteinn - 01.03.1969, Page 29

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 29
Sigurður Björnsson frá Kvískerjum: Litið inn í liðna tíð Hundrað ár eru ekki langur tími sögulega séð, ekki lengri en svo, að sumir einstaklingar ná þeim aldri. Þó hafa orðið slíkar breytingar síðustu hundrað árin, að við, sem lifað höfum helming þess tímabils, hvað þá þeir, sem yngri eru, skiijum ekki lífsbaráttu manna fyrir einni öld. Okkur finnst sjálfsagt, að til þess að tendra ljós þurfi ekki ann- að en þrýsta á hnapp, og engum dettur í hug, að ástæða sé til að fara sparlega með þessi ljós. Þetta er mikil breyting frá því að foreldrar okkar, sem nú erum á miðjum aldri, voru að alast upp - og raunar langt fram eftir þeirra ævi, því að lengi þótti víða sjálfsagt að láta 30-40 1 af steinolíu duga til ársins. Þó hafði þá mikið breytzt frá því að ömm- ur okkar og afar voru að slíta barnsskónum, því þá var stein- olían óþekkt hér um slóðir, og aðeins lýsi var til Ijósmetis, þó tólgarkerti væru að vísu stundum notuð til hátíðabrigða. Tólgin var einmitt, ásamt ullinni, bezti gjaldmiðillinn, sem menn höfðu til að kaupa fyrir þær vörur, sem þeir urðu að fá úr kaupstað, og hana urðu menn einnig, ásamt lýsinu, að nota til viðbits, en það var oft af skornum skammti. Til þess að skilja, hvernig þetta var fyrir einni öld, ætla ég að reyna að bregða upp smámynd af atburði, sem móðir mín sagði mér frá, en henni sagði Jórunn Magnúsdóttir, sem hér verður nokk- uð greint frá: Árið 1862, hinn 14. júlí, gengu í hjónaband Jón Þorláksson, þá 23 ára, og húsmóðir hans, Jórunn Magnúsdóttir ekkja eftir Jón Þorvarðarson á Hofi, þá 38 ára. Jörðin, sem þau höfðu til ábúðar, var lítil og efnin smá. Goðasteinn 27

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.