Goðasteinn - 01.03.1969, Side 38

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 38
spara. Fénaðarfátt var í Þykkvabænum, það gerðu vötnin, og feit- metið var því lítið nema úr sjónum. Ekki sá ég kertaljós heima, fyrr en veturínn, sem Guðni bróðir minn dó. Lýsislampinn var eina ljósfærið. Guðni lá lengi vetrar þungt haldinn. Hann Sigurður á Skúmsstöðum frétti af því og sendi pabba nokkur tólgarkerti til að nota ef að því kæmi, að vaka þyrfti yfir Guðna. Ég man, hvað mér þótti fagurt að horfa í kertaljósið. Þegar ég var átta eða níu ára, vakti ég yfir túninu með systur minni. Það var til nóg af vöngum; pabbi var þá formaður og hafði fiskað vel um vcturinn. Við máttum fá okkur vanga til að rífa á nóttunni og notuðum það vel. Kaggi með sjálfbræddu lýsi stóð inni í skemmu. Þangað fór ég alltaf, þegar ég fékk mér vanga, skar augasteininn út úr auganu, fyllti það síðan af lýsi og gerði mér gott af. Oft drap ég roðinu líka ofan í lýsið. Ég held, að bein- in mín búi að þessu enn í dag. Mamma var fjarska vel vinnandi kona. Hún vann mikið af skúfaþræði fyrir konur. Þráðinn vann hún úr togi, sem hún kembdi í togkömbum, lyppaði og spann. Hún tvinnaði þráðinn á hala- snældu og brá honum í ljósið á lýsislampanum hvað eftir sem hún tvinnaði, til að svíða öll hár, sem stóðu út úr. Af snældunni vatt hún þráðinn upp á svonefnt skúfaspjald. Það var aflöng, þunn og mjó fjöl og þverskorið niður í báða enda rétt út undir brúnir á fjölinni. Skora var söguð þvcrt á annan endann, niður í fjölina. Skúfaþráðurinn var rakinn á skúfaspjald, hæfilega mikið í einn skotthúfuskúf. Skorið var á þráðinn um þann spjaldendann, sem var með skorunni, en lykkjan tekin saman í hinn endann, sem varð þá efri endinn á skúfnum. Mamma átti nokkur skúfaspjöld, mismunandi löng, því ekki vildu allar konur jafnlanga skúfa. Venja var að lita þráðinn, ef þörf krafði, áður cn hann var tekinn af spjaldinu. Skyrsíur vann mamma úr kcmbdum toga, líkt og skúfaþráð. Svo vcl var tekið ofan af ullinni, að ekki mátti sjást eitt einasta tog- hár snúið utan um annað; það var þá hægara að kemba það. Síurn- ar voru ofnar í vefstól, með vaðmálsvend, lítið gefið upp í og lít'ð slegið að. Þær dugðu ár eftir ár. Þeytir (flautaþyrill) var líka 36 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.