Goðasteinn - 01.03.1969, Side 45

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 45
Ingimundur Ólafsson kennari: Langholtslcirkja í Meðallandi 100 ára minning í skýrslu sr. Jóns Steingrímssonar prófasts um jarðir þær, er af fóru í cldinum sumarið 1783, segir: „Hólmasel, Þykkvabæjarklaust- ursjörð, uppbrunnið með húsum, kirkju, hvar inni voru öll hennar orna- og instrúmenta, túnum, engjum, utan á Skarðsmýri, og öllum högum.“ Þannig var ástatt hér í sveit sumarið 1783. 1 Meðallandi var engin kirkja. Steinsmýringar urðu að sækja messu og aðra prests- þjónustu að Kirkjubæjarklaustri, en allir Út-Meðallendingar aftur á móti að Þykkvabæjarklaustri. Um miðjan september er sr. Jón Steingrímsson staddur hér í Meðallandi ásamt Magnúsi Andréssyni klausturhaldara í Þykkva- bæ. Þeir hafa kallað til sín alla skynsamari bændur í sókninni. Er- indið var að velja kirkjustæði handa Meðallendingum, - og Lang- holt varð fyrir valinu. Biskupinn í Skálholti dr. Finnur Jónsson á- kvarðar henni stað á Langholti með bréfi 3. október 1783. Þar var hún þá byggð, og þangað hafa Meðallendingar sótt kirkju sína í 180 ár. Sumarið 1793 fer Sveinn Pálsson hér austur um. Hann segir í Ferðabók sinni: „Á Langholti cr snotur, lítil kirkja, nýlega byggð, með rimlagirðingu í kring, og sækir allt Meðallandið þangað.“ Sú kirkja var torfkirkja, þakin með mel og tyrfð. 1831 var sú kirkja byggð, sem var hér á undan þcirri, sem nú er. Sú var einnig torf- kirkja, en með reisifjöl, þakin með mcl og tyrfð. Þá að liðlega zo árum liðnum, þegar sú kirkja lætur verulega á sjá og farið var að tala um endurbyggingu hennar, var ekki talað um að endurbyggja hana sem torfhús, heldur sem timburhús, - „því reki er nægur í Goðasteinn 43

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.