Goðasteinn - 01.03.1969, Side 49

Goðasteinn - 01.03.1969, Side 49
Hann bendir m. a. á að ekki hafi allir sóknarmenn á Steinsmýri skrifað undir bænabréfið.Hins vegar hafi Steinsmýringar bæði 1839 og 1845 reynt að fá byggða kirkju hjá sér á sinn kostnað, og fylgdu því frá mér fullkomin meðmæli til stiftsyfirvaldanna, dags. 1 2. febrúar 1839 og 8. júlí 1845.“ Hann segir að bæði hreppstjóri og með- hjálpari beri á móti vatnsuppgangi í gröfum á Langholti, og sjálfur hafi hann aldrei séð þar vatn í þriggja álna djúpum gröfum. Þannig er deilt um, hvar kirkjan skuli endurbyggð, en umboðs- maður fær nú málið í sínar hendur. Áhrifa prófasts gætir ekki lengur, því hann deyr 1861, en séra Jón Bjarnason í Efri-Ey flytur úr sókninni 1862. í hans stað kemur nú sonur séra Páls í Hörgsdal, séra Páll Pálsson, 27 ára gamall, og sezt að á Langholti. Þessi prest- ur varð síðar þjóðkunnur áhrifamaður og brautryðjandi, en hann sat ekki nema eitt ár í Langholtssókn. Fór hann þaðan að Kálfa- felli, en tveimur árum síðar sótti hann um Meðallandsþing en fékk ekki, ,,þar sem eldri og reyndari prestur sótti á móti honum," eins og getið er um í bréfi, þar sem um þessa veitingu er rætt. Séra Páll Pálsson á Langholti embættar í kirkju sinni fram á vorið 1863. Snemma vetrar höfðu stoðir verið reknar undir þekju hennar, svo hún hryndi ekki, og prestur stendur í vatni við altarið, hafi rignt, áður en messa fór fram. Þetta vor og sumarið áður höfðu sóknarbændur algjörlega neitað að tyrfa kirkjuna, því þeir óttuðust að hún hryndi, ef þekjan væri hreyfð hið minnsta. En 17. maí er síðasta messugjörðin í þessu hrörlega guðshúsi. Þá fermir séra Páll þar 7 ungmenni, en skömmu síðar flytur hann frá Lang- holti og austur að Kálfafelli. Um þetta leyti er umboðsmaðurinn Jón Jónsson á Höfðabrekku að ferðast um sveitirnar austan Sands. Hann er að innheimta lands- skuldir og kirkjugjöldin. Hann kemur að Langholti 2. júní. Þar er þá fyrir prófasturinn, séra Jón Sigurðsson á Mýrum, en hann er þar kominn til að vísitera kirkjuna. Þeir ganga þrír í kirkjuna, prófastur, umboðsmaður og kirkjuhaldarinn, Jón Gissurarson bóndi á Langholti. 32 ára gamalt kirkjuhús er dæmt til niðurrifs, en lýsing prófasts er á þessa leið: „Kirkjan er í því hrörlegasta ástandi af Guðshúsi til, sem orðið getur, og getur ekki eins og hún er nú álitizt messufær, þar sem ljós lifa ekki í henni, ef nokkur vindur Goðasteinn 47

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.