Goðasteinn - 01.03.1969, Blaðsíða 51
lokið. En í stað saumlánsins lofa Meðallendingar að Veringar
skuli fá það timbur, sem kunni að ganga af við smíði Langholts-
kirkju.
Kirkjusmíðin er hafin, en yfirsmiðurinn hafði lofað, þegar hann
tók verkið að sér fyrir 2 árum, að hann yrði 3 mánuði að reisa
kirkjuna og fullgera með 4-5 mönnum. Hann afhendir umboðs-
manni og prófasti kirkjuna fullsmíðaða 14. desember, en 5. janúar
1864 sendir umboðsmaður amtmanni úttektargjörð hinnar nýju
kirkju á Langholti gjörða af Sigurði snikkara Sigurðssyni. En þeg-
ar prófastur visiterar Langholtskirkju næsta sumar, tekur hann upp
í visitasíu sína nákvæma lýsingu Sigurðar á stærð, efni og viðum
kirkjunnar. Heildarreikninga kirkjunnar hefi ég ekki fundið, senni-
lega aldrei gerðir eftir brcfum og bókum umbm. og sóknar að dæma.
En síðasta heildarupphæðin, sem ég hefi fundið, að nokkru byggða
á áætlun umbm., er 2508 rbd., en allmargir reikningar bárust eftir
það.
Þannig stóð hin nýja Langholtskirkja fullbúin við áramótin 1863
-1864, - þá hæst og tígulegust allra húsa í sókninni, eins og hún er
enn í dag að einni öld liðinni. Hvílíkt framtak.
En sóknin var prestlaus. Nágrannaprestarnir, þeir Jón prófastur
Sigurðsson á Mýrum og séra Jón Jakobsson í Ása- og Búlands-
sóknum lofa að þjóna í sókninni, meðan ekki fáist prestur þangað.
En sóknin er þá fjölmenn, - býlin 66 en sóknarbörnin 401. Prest-
laus gat sóknin ekki verið. Langtímum saman gat verið ómögulegt
að ná prestsfundi. I aprílmánuði 1865 var samið langt og ýtarlegt
bónarbréf til amtsins, þar sem greint er frá legu sveitarinnar, hætt-
um og erfiðleikum sem fylgja að ná prestsfundi, og beðið að prest-
ur verði settur að Langholti. Bréfið er skrifað með hendi Ingi-
mundar hreppstjóra og auðfundið, að hann hefur samið það. Undir
bréfið skrifa 44 sóknarbændur, bæði úr Út-Meðallandi og af Steins-
mýrarbæjum. Bréfinu lýkur á þessa leið: „Þessar hér taldar ástæður,
að prestar úr nefndum sóknum ekki geta komizt til að embætta,
eins og þeir hafa ákveðið fyrir fram, sakir framanskrifaðra orsaka,
að til þeirra verður ekki náð til að skíra veik börn, ekki til að
kasta moldu á lík, og það sem yfirtekur, að geta ekki náð prests-
fundi til dauðvona manneskju, sem óskar að meðtaka Drottins
Godasteinn
49