Goðasteinn - 01.03.1969, Page 61

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 61
fremur endurvarpsstöð. Nú munu menn spyrja: Er þá nokkuð hér sýnilegt, sem vakið gæti grun um, að eitthvað óvenjulegt væri um þennan stað? Ef til vill. Landslagi hef ég áður lýst, gjárveggjunum, sem rísa með tiltölulega stuttu milibili (ca. 1V2-2 km) hvor gegn öðrum að sunnan og norðan. Við landsigið hefur myndazt nokkuð djúp skálarlöguð laut, en einmitt þar vorum við staddir, er við heyrðum hinn óvænta hljóðfæraslátt. Að öðru leyti svo hið ein- stæða, dásamlcga veður, sem hélzt óbreytt allan sólarhringinn og vel það. Að vísu er það svo, að oft kemur gott og stillt veður hér á Suður- nesjum en sjaldan svo, að ekki gári sjó heila sólarhinga. Og svo eitt enn: Enginn veit hversu djúpt í jörðu þessar gjár ná. Eitt er víst, að víða sér þar aðeins biksvart myrkur niður, þó um hádag sé, en víða má sjá á vetrum auðar glufur gegnum hjarnbreiðuna, þar sem ylvolgt uppstreymi varnar snjó að festast. Hver veit, nema einmitt þaðan streymi einhverjar þær lofttegundir út í geiminn, sem truflað gætu útvarpssendingar frá fjarlægum stöðum, en gert þær undir vissum kringumstæðum heyranlegar? Hver veit? En þetta eru nú aðeins hugdettur hins fávísa á þessu sviði eins og mörgum öðrum, en ef til vill ekki alveg ómerkilegt fyrir þá menn til rannsókna, sem eru mér vitrari. Vafalaust getur þetta oft hafa borið við fyrr og síðar, aðeins ekki í nálægð manna, því þarna var fáferðugt, nema þegar smalað var. Ég hef svo engu meira við þetta að bæta. Ég bar þetta, er ég reit það hjá mér, tveimur árum síðar, undir þá, er enn voru á lífi og með mér voru áheyrendur, og töldu þeir það með öllu rétt frá sagt, eins og það kom okkur til eyrna þennan umgetna dag. Þegar þessi atburður skeði, var Hafnaheiði enn með öllu ósnert af manna höndum, rétt eins og hún hafði verið um aldir, búin lát- lausri, síbreytilegri fegurð eftir árstíðum, með fjallahringinn safír- bláan, baðaðan morgunsól vorsins eða hvítbláma miðsvetrarsólar, smámynd íslenzkrar öræfakyrrðar. Þetta hélzt áfram nokkur ár. En allt í einu kemur skyndilega og fyrirvaralaust breyting. Heims- styrjöld skellur á öðru sinni með öllum sínum ógnum og illvirkjum. Loftið dunar af sísuðandi gný óteljandi flugvéla nætur og daga, sem hátt og lágt sveima yfir þessari áður friðsælu heiðakyrrð, þó Godastemn 59

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.