Goðasteinn - 01.03.1969, Page 65
Kötlugosinu 1721 braut hann niður og færði í kaf í sand og möl.
Hefir því bærinn staðið þar rúmlega 800 ár. Nú er svo komið, að
þess sjást engin merki, að þar hafi bær staðið, en þó er enn hægt
að benda á staðinn, þar sem hann áður var.
Fyrir Kötlugosið 1860 mátti sjá þar leifar af hrundum veggjum
úr einu húsi, og talsvert var þar af eldhúsösku ofan í sandinum, og
líka fundust þar hálfbrunnar spýtur. Veit ég, að þetta er satt, því
ég heyrði gamla menn í Höfðanum um þetta tala, og voru þeir
sjónarvottar. Nálega hurfu allar þessar leifar í Kötlugosinu 1860,
en þó mátti sjá þar allt til 1918 dálítið af grjóti og á einum stað
tvö eða þrjú lög af hleðslu úr vegg eða gaflaði. En nú sést ekkert
af þessu lengur. Þessar síðustu leifar af bænum hirti Katla í gos-
inu 1918.
Til þess að geta bent á þennan stað, svo ekki glatist vitneskja um,
hvar bærinn í Hjörleifshöfða stóð frá landnámsöld til ársins 1721,
verð ég að lýsa kennileitum í næsta nágrenni og benda á hann á
þeim forsendum.
Þegar farið er upp klifið, sem liggur upp Höfðann að túninu uppi,
er á hægri hönd hátt fell, sem heitir Rituberg. Vinstra megin er
stór klettur, sem heitir Sláttubrekkuhaus, en brekkan heitir Sláttu-
brekka. Innan við hana tekur við önnur brekka, sem heitir Bæjar-
staður. Að ofan skilur þessar brekkur moldarflag, en að neðan ná
þær saman.( Bæjarstaður nær svo inn að næsta gili, sem er allstórt og
nær frá sandi alveg upp á fjallið. Ofarlega í Bæjarstað eru kletta-
hamrar og á einum stað, innarlega í brekkunni, gengur þunnur
klettarani langt niður eftir henni og þar litlu innar endar brekkan
í hallalitlum jaðri, og framan undir honum voru áður nefndar leifar
af húsarústunum, og þar stóð bærinn. Svo kom Kötlugosið 1721,
þann 11 maí, og hefir eflaust verið eitt af þeim stórkostlegustu, sem
komið hafa. Jökulflóðið flæddi yfir allan Mýrdalssand með feiknar-
legum jakaburði. Það kiofnaði á Hjörleifshöfða og sópaði burtu
öUu graslendi norðanundir Höfðanum, högum, engjum og túninu,
braut niður bæinn og grandaði honum gjörsamlega.
Svo var mikil ferð á jökulflóðinu, að húsfreyjan og smalamaður,
ásamt ungbarni í vöggu, björguðust naumlega, og ekki náðu þau
öðru með sér en einum harðfiski, smjöröskjum og einhverju af rúm-
Goðasteinn
63