Goðasteinn - 01.03.1969, Page 67

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 67
grím Bjarnason frá Norður-Vík. Hann kom í Höfðann 1907, og varð hann seinni maður Áslaugar. Þau giftust haustið 1908. Fyrsta verk Hallgríms til umbóta á jörðinni var að leggja akfæran veg upp Höfðann, heim að túninu. En vorið 1908 byggði hann stórt timburhús með kjallara, nokkru neðar en gamli bærinn stóð. Var þar sléttur flötur, og þangað leiddi hann vatnið úr litla brunnin- um í pípum, og var það fyrsta vatnsleiðsla í bæ í Mýrdal. Árið eftir byggði Hallgrímur fjós og hlöðu og fleiri hús hjá íbúðarhús- inu. Gamla bæinn reif hann til grunna, og var hver steinn úr honum notaður í hin nýju hús og einnig trjáviður allur, sem var mikill, þó ekki væri gamli bærinn háreistur. Auk þess grjóts, sem til féll úr húsunum í gamla bænum, varð Hallgrímur að afla mikils grjóts með ærnum kostnaði og fyrir- höfn, sprengja klappir með dynamiti og kletta með fleygum. Þessi nýi bær var vel gerður og reisulegur. Flestir veggir útihúsanna standa enn og bera vitni um, hve Hallgrímur var vandvirkur og góður grjóthleðslumaður. Nú eru þeir búnir að standa í meira en 50 ár, og þó hafa flestir gleymt því, að íslenzkt grjót er ágætt bygg- ingarefni. Ég heyrði merkan mann segja um Höfðann: „Maður kemur hvergi, þar sem maður sér jafn vel byggt og vandlega frá öllu gengið.“ Hallgrímur gerði miklar túnasléttur í Höfðanum, en þrátt fyrir það var heyskapurinn lítill, og Hallgrímur var ekki ánægður með ávöxt iðju sinnar. Jörðin Suður-Hvammur í Mýrdal Iosnaði úr ábúð vorið 1920, ágæt heyskaparjörð og vel í sveit sett. Hana fékk Hallgrímur sér byggða og flutti þangað um vorið en leigði Hjörleifs- höfða með húsum og öllu, sem jörðinni fylgdi, Guðmundi Þorleifs- syni frá Skaftárdal. Guðmundur bjó í Höfðanum til 1926. Þá tók við Brynjúlfur Einarsson frá Reyni og bjó þar til vors 1930. Það ár bjó enginn á jörðinni, en vorið 1931 flutti þangað Bárður Jónsson frá Vík og var þar ti! hausts 1936, eins og fyrr er sagt. Eftir það sótti enginn um að fá ábúð á Hjörleifshöfða, og hefur hann síðan verið í eyði. íbúðarhúsið var brátt rifið og flutt burtu, og sömu afdrif biðu útihúsanna, aðeins eitt þeirra stendur nú uppi. Bær Hallgríms Bjarnasonar stóð ekki nema rúm 30 ár, en rústir hans munu sjást lengi, sennilega nokkrar aldir, ef ekki verður við Goðasteinn 65

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.