Goðasteinn - 01.03.1969, Page 72

Goðasteinn - 01.03.1969, Page 72
Richard. Beck.: Úr vísnabókinni (Þrjár fyrstu vísurnar bera þess merki, að þær eru ortar í Victoria, British Columbia, við sævarsýn og fjalla, en hcimili höf. og konu hans þar í borg er aðeins spölkorn frá sjávarströndinni). Brimniður Hafsins óður er mér ljóð úr ættarhögum, ólgar glóð frá æskudögum ölduflóðs í hjartaslögum. Síðsumarkvölcl Dökkva slær á djúpin blá, degi sumars hallar; sortnar himinn, svefn á brá sígur blómum vallar. Vorbjartur haustdagur Tinda röðuls roðatraf reifar slæðum sínum, geislum stafað haustblátt haf hlær við sjónum mínum. Góður gestur (Hausthefti Goðasteins fyrir 1968 barst höf. í hendur í flugpósti rétt fyrir jólin). Kominn jóla góður gesur, Goðasteinn af söguslóðum. Léttum flaug hann vængjum vestur, vermist hugur fræðaglóðum. 70 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.