Goðasteinn - 01.03.1969, Síða 73
Jón R. Hjálmarsson:
Æska og uppgræðsla
Æskulýðsmál ber oft á góma á vorum dögum og ekki að ófyrir-
synju. Sérhverri þjóð er það hið mesta nauðsynjamál, að sífellt
séu að vaxa úr grasi æskumenn og konur, sem séu þeim vanda
vaxin að taka við arfinum, varðveita hann og ávaxta til hags-
bótar og menningarauka landi og lýð.
Yfir þjóðfélag vort hafa gengið á fáum áratugum örari og stór-
stígari breytingar en nokkurn gat órað fyrir. Við höfum á ýmsan
hátt eignazt nýtt land og nýja þjóð. Ollum hraðfara breytingum
fylgja vandamál og höfum við vissulega ekki farið varhluta af
þeim. Eitt erfiðasta vandamálið er oft á tíðum að finna heppileg
viðfangsefni handa uppvaxandi kynslóð við nýjar aðstæður. Þar
er mikið í veði, svo að að ekki skolist verðmæti fyrir borð, þegar
hratt cg djarft er siglt.
Breytt búseta, vélvæðing og tiikoma þéttbýlis cru allt áberandi
cinkenni nýrra tíma. Þéttbýli fylgja nýir lifnaðarhætir og ný lifs-
viðhorf. íslendingar cru að eðli og uppruna hjarðmenn og bændur,
frjálsir reikcndur um bjartar víðáttur þessa lítt numda lands. Við
erum því byrjendur í því að lifa í þröngri sambúð þorpa cg borga.
En straumurinn liggur í þá átt, jafnvel út um sveitir landsins, og
þróunin verður ekki stöðvuð, hvort sem okkur líkar bctur eða
verr. Þar tjóar ekki að mæla gegn. En við getum gert annað og
ber að gera það. Við aðlögum okkur nýjum lifnaðarháttum, til-
cinkum okkur tæknivæðingu og temjum okkur lífsviðhorf hins
þrönga sambýlis þorpa og bæja.
Eitt er það sem háir ungu og uppvaxandi fólki meira en margt
annað og það er, hversu mjög hefur dvínað snerting þess við landið,
þjóðmenningu liðinna kynslóða, atvinnulífið og töfra náttúrunnar.
Á morgni þessarar aldar kom fram með þjóðinni öflug hreyfing
til menningarlegrar og verklegrar vakningar. Þessi hreyfing megn-
Goðasteinn
71